Í dag komu góðir gestir í heimsókn í FAS en það voru nemendur úr 10. bekk Grunnskóla Hornafjarðar sem eru farnir að velta fyrir sér námi að loknum grunnskóla.
Hér tók á móti þeim stór hluti þeirra sem vinna í skólanum og kynntu þær námsleiðir og áherslur sem skólinn býður upp á. Þó að skólinn sé með minni skólum á landinu má segja að námsúrval sé fjölbreytt en um leið einstaklingsmiðað. Sem dæmi um það sem var kynnt í dag var; nám til stúdentsprófs, framhaldsskólabraut, fjallamennskunám, nám á lista- og menningarsviði, nám á íþróttasviði og verknám. Þá var farið yfir þá stoðþjónustu sem skólinn veitir eins og umsjón og störf bæði námsráðgjafa og skólahjúkrunarfræðings. Nemendur í nemendaráði sögðu frá því hvernig félagslíf skólans er byggt upp og að lokinni kynningu gengur þeir með gestunum um húsið.
Í dag klukkan 17 er svo foreldrum nemenda í 10. bekk boðið að koma á fund til að fræðast um hvað skólinn býður upp á. Vonumst við til að sjá sem flesta.
Nóg að gera í lok annar
Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...