Fuglatalning í febrúar

06.feb.2019

Eins og margir hafa orðið varir við hefur veður verið fremur hryssingslegt að undanförnu. Það hefur m.a. leitt til þess að nemendahópur í umhverfis- og auðlindafræði hefur þurft að fresta fyrirhuguðum fuglatalningum í Óslandi.
Í gær var þó ákveðið að fara þrátt fyrir óveðursspár og skyldi hópurinn bara klæða sig almennilega. Það var ágæt ákvörðun því miðað við árstíma var töluvert af fugli. Alls sáust 17 tegundir og var heildarfjöldi fugla tæplega 1300. Það kom töluvert á óvart að sjá stóran tjaldahóp sem taldi um 240 fugla. Flestir telja tjaldinn farfugl en það er alltaf töluvert um að fuglinn hafi hér vetursetu. Þá sást í gær strandmávur sem er flækingsfugl á Íslandi.
Líkt og undanfarin ár stjórnar Björn Gísli hjá Fuglaathugunarstöðinni talningum og nú var einnig með í för Lilja frá Náttúrstofu Suðausturlands. Bæði voru dugleg að miðla af reynslu sinni og er það ómetanlegt að hafa aðgang að slíkum sérfræðingum.

[modula id=“9769″]

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...