Eins og margir hafa orðið varir við hefur veður verið fremur hryssingslegt að undanförnu. Það hefur m.a. leitt til þess að nemendahópur í umhverfis- og auðlindafræði hefur þurft að fresta fyrirhuguðum fuglatalningum í Óslandi.
Í gær var þó ákveðið að fara þrátt fyrir óveðursspár og skyldi hópurinn bara klæða sig almennilega. Það var ágæt ákvörðun því miðað við árstíma var töluvert af fugli. Alls sáust 17 tegundir og var heildarfjöldi fugla tæplega 1300. Það kom töluvert á óvart að sjá stóran tjaldahóp sem taldi um 240 fugla. Flestir telja tjaldinn farfugl en það er alltaf töluvert um að fuglinn hafi hér vetursetu. Þá sást í gær strandmávur sem er flækingsfugl á Íslandi.
Líkt og undanfarin ár stjórnar Björn Gísli hjá Fuglaathugunarstöðinni talningum og nú var einnig með í för Lilja frá Náttúrstofu Suðausturlands. Bæði voru dugleg að miðla af reynslu sinni og er það ómetanlegt að hafa aðgang að slíkum sérfræðingum.
[modula id=“9769″]