Fuglatalning í febrúar

06.feb.2019

Eins og margir hafa orðið varir við hefur veður verið fremur hryssingslegt að undanförnu. Það hefur m.a. leitt til þess að nemendahópur í umhverfis- og auðlindafræði hefur þurft að fresta fyrirhuguðum fuglatalningum í Óslandi.
Í gær var þó ákveðið að fara þrátt fyrir óveðursspár og skyldi hópurinn bara klæða sig almennilega. Það var ágæt ákvörðun því miðað við árstíma var töluvert af fugli. Alls sáust 17 tegundir og var heildarfjöldi fugla tæplega 1300. Það kom töluvert á óvart að sjá stóran tjaldahóp sem taldi um 240 fugla. Flestir telja tjaldinn farfugl en það er alltaf töluvert um að fuglinn hafi hér vetursetu. Þá sást í gær strandmávur sem er flækingsfugl á Íslandi.
Líkt og undanfarin ár stjórnar Björn Gísli hjá Fuglaathugunarstöðinni talningum og nú var einnig með í för Lilja frá Náttúrstofu Suðausturlands. Bæði voru dugleg að miðla af reynslu sinni og er það ómetanlegt að hafa aðgang að slíkum sérfræðingum.

[modula id=“9769″]

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...