Nemendur FAS í Tallin

31.jan.2019

Eins og við sögðum frá fyrir stuttu tekur FAS þátt í erlenda samstarfsverkefninu „Cultural heritage in the context of students’ careers“ eða „Nemendur skapa verkefni byggð á menningararfleið“ eins og við höfum kosið að kalla það á íslensku. Þar er ætlunin að vinna verkefni um menningararfleifð þjóðarinnar og á verkefnið jafnframt að tengjast menningartengdri ferðaþjónustu. Samstarfsskólarnir eru frá Ítalíu, Grikklandi, Eistlandi og Litháen.
Vikuna 21. – 25. janúar var komið að fyrstu heimsókninni. Fjórir nemendur frá FAS ásamt tveimur kennurum fóru til Eistlands og fengust þar við ýmis verkefni. Eitt af því var að hanna lógó fyrir verkefnið.

Í hádeginu á morgun munu nemendur segja frá ferðinni á Nýtorgi. Við hvetjum þá sem vilja heyra meira að koma í Nýheima og hlusta á ferðasöguna. Þeir sem vilja geta fengið sér súpu og salat.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...