Eins og við sögðum frá fyrir stuttu tekur FAS þátt í erlenda samstarfsverkefninu „Cultural heritage in the context of students’ careers“ eða „Nemendur skapa verkefni byggð á menningararfleið“ eins og við höfum kosið að kalla það á íslensku. Þar er ætlunin að vinna verkefni um menningararfleifð þjóðarinnar og á verkefnið jafnframt að tengjast menningartengdri ferðaþjónustu. Samstarfsskólarnir eru frá Ítalíu, Grikklandi, Eistlandi og Litháen.
Vikuna 21. – 25. janúar var komið að fyrstu heimsókninni. Fjórir nemendur frá FAS ásamt tveimur kennurum fóru til Eistlands og fengust þar við ýmis verkefni. Eitt af því var að hanna lógó fyrir verkefnið.
Í hádeginu á morgun munu nemendur segja frá ferðinni á Nýtorgi. Við hvetjum þá sem vilja heyra meira að koma í Nýheima og hlusta á ferðasöguna. Þeir sem vilja geta fengið sér súpu og salat.
Landvarðanám í FAS
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...