ADVENT á Íslandi

15.jan.2019

Íshellir í Vatnajökli.

Við höfum áður sagt frá því hér á síðu FAS að skólinn er þátttakandi í þriggja landa Erasmus+ verkefni sem kallað er ADVENT og er skammstöfun fyrir hið eiginlega heiti þess sem á ensku er Adventure toursim in vocational education and training. Verkefnið er menntaverkefni og auk FAS taka þátt Ríki Vatnajökuls, Rannsóknarsetur Hí og skólar, rannsóknarstofnanir og ferðaþjónustuklasar í Skotlandi og Finnlandi.

Nú þegar hafa tvö útivistar- og ævintýraferðamennskunámskeið fyrir aðila í ferðaþjónustu og nemendur á því sviði verið prufukeyrð, það fyrra í Skotlandi og hið seinna í Finnlandi. Nú er komið að þriðja námskeiðinu af níu og verður það haldið í Öræfunum og verður kennslustofan okkar stórkostlegi Vatnajökull og nágrenni hans. Ekki amalegt það!

Námskeiðið fjallar um jöklaferðir og íshella og ber á ensku heitið Ice adventure – Planning and skills. Námskeiðið hefst mánudaginn 21. janúar og stendur í fimm daga. Fyrsti og síðasti dagurinn eru ferðadagar fyrir þátttakendurna sem koma að utan og frá Reykjavík og til baka, en þátttakendur héðan af svæðinu hefja námskeiðið á þriðjudeginum og taka því þátt í þrjá daga. Dagarnir þrír verða notaðir til margvíslegrar kynningar og þjálfunar í jöklamennsku.

Kennarar á námskeiðinu eru Einar Rúnar Sigurðsson, Sigurður Ragnarsson og Eyjólfur Guðmundsson.

Næsta námskeið í ADVENT verkefninu verður haldið í Skotlandi í mars og þá stendur til að prufukeyra námskeið um leiðsögn og túlkun á vettvangi og hvernig veita má gæðaþjónustu til ferðamanna, námskeiðið heitir á ensku Guiding and Interpretation – Quality Service.

Nánar má lesa um ADVENT verkefnið á www.adventureedu.eu

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...