Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu.
Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá borði. Allir eru sammála um að þessir sameiginlegu kaffitímar séu mikilvægir til að kynnast og eiga góða stund saman.