Þessir strákar hafa svo sannarlega ástæðu til að vera kampakátir á svipinn því þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu keppnina í olíuleitinni sem fram fór í síðustu viku.
Þeir eru því á leiðinni til þess að taka þátt í lokakeppni PetroChallenge sem verður haldin í Cambridge þann 25. janúar næstkomandi. Að sjálfsögðu munum við fylgjast með því hvernig okkar mönnum gengur þar.
Eins og undanfarin ár er það Orkustofnun sem styrkir þátttöku Íslands í olíuleitinni.
Landvarðanám í FAS
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...