Taka þátt í listasmiðju í Tallin

17.jan.2019

Tallin í Eistlandi
Tallin í Eistlandi
Tallin í Eistlandi

Á árunum 2016 – 2018 tók FAS þátt í Erasmus+ verkefni ásamt skólum frá Grikklandi, Ítalíu, Eistlandi og Lettlandi. Það verkefni fjallaði um hvernig eigi að stofna og reka fyrirtæki. Þegar allir þátttakendur hittust á Íslandi var ákveðið að halda áfram að vinna saman en nú að menningartengdri ferðaþjónustu. Ný umsókn var skrifuð og er búið að samþykkja hana.
Nýja verkefnið ber heitið CultHerStud sem við köllum á íslensku menningartengd ferðaþjónusta. Það eru sömu skólar sem taka þátt í verkefninu. Í hverju landi er haldin einnar viku smiðja þar sem nemendur hittast og vinna saman. Í hverja smiðju fara fjórir nemendur frá hverju þátttökulandi.
Fyrsta smiðjan verður haldin í næstu viku í Tallin í Eistlandi. Frá FAS fara fjórir nemendur og tveir kennarar. Það verður spennandi að heyra meira af þessu verkefni og ferðunum.
Smiðja íslenska hópsins verður hér á Höfn í september á þessu ári.


Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...