Enn á ný tekur FAS þátt í að leita að olíu en skólinn hefur tekið árlega þátt frá árinu 2003. Leikurinn er spilaður á netinu og snýst um að skoða jarðlög til að leita að olíu. Þessi leikur hefur verið lengi notaður til að fræða fólk um hvað olíuiðnaðurinn snýst. Einnig þurfa liðin að huga að því að ná olíunni upp á sem hagkvæmastan hátt.
Það eru tveir skólar sem taka þátt í leiknum í dag, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum og FAS. Hér í FAS eru tvö lið, eitt strákalið og eitt stelpulið. Það lið sem vinnur keppnina í dag fær að taka þátt í lokakeppninni sem fer fram í Cambridge 25. janúar næstkomandi. Eins og undanfarin ár er það Orkustofnun sem styrkir leikinn.
Við óskum liðum okkar góðs gengis og vonum að allt gangi sem best.
Staðan í fjallamennskunámi FAS
Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...