FAS keppir í Gettu betur í kvöld

07.jan.2019

Gettu betur lið FAS.

Skólastarf vorannar hefst gjarnan á undankeppni í Gettu betur og að sjálfsögðu er FAS þar með. Að þessu sinni taka 28 skólar þátt og verður fyrsta umferð í þessari viku.
Þegar lið voru dregin saman kom í ljós að andstæðingar FAS verða úr Kvennó. Lið FAS er skipað þeim Ingunni Ósk, Júlíusi Aroni og Oddleifi. Það er fyrrum Gettu betur keppandi, Aðalsteinn Gunnarsson sem hefur séð um að þjálfa liðið.
Viðureignin hefst klukkan 20:30 í kvöld og er hægt að hlusta á keppnina á Rás2. Það verður líka hægt að koma í fyrirlestrasal Nýheima og fylgjast með krökkunum keppa. Þeir sem ætla að gera það þurfa að vera komnir í FAS klukkan 20.
Að sjálfsögðu óskum við liði okkar góðs gengis í kvöld og hvetjum sem flesta til að mæta eða þá að stilla á Rás 2.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...