Lokamatsviðtöl í FAS

11.des.2018

Nemendur undirbúa lokamatsviðtal. 

Í dag hófust lokamatsviðtöl í FAS en þau koma í stað prófa. Hver nemandi þarf að mæta í viðtal hjá kennara sínum þar sem hann gerir grein fyrir vinnu sinni og svarar spurningum úr efni áfangans. Auk þess að mæta í viðtal skila nemendur námsmöppu sem gefur gott yfirlit yfir vinnu annarinnar. Í mörgum áföngum eru líka einhver próf á önninni enda mikilvægt að nemendur læri að takast á við slík verkefni. Nemendur eru hvattir til að undirbúa sem vel fyrir lokamatið.
Lokamatsviðtölin standa fram í næstu viku og fer það svolítið eftir fjölda í hverjum áfanga hversu langan tíma þau taka.
Kennarar munu setja inn endanlega einkunnir í Innu þegar þær eru tilbúnar en allar einkunnir eiga þó að vera komnar inn í síðasta lagi 20. desember.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...