Nú eiga allar einkunnir að vera komnar í INNU. Skólastarfi haustannar lýkur formlega í dag og um leið hefst jólafrí. Það verða nú líklega flestir kátir með að geta tekið því aðeins rólegar eftir annir síðustu vikna.
Skólastarf vorannar hefst 4. janúar klukkan 10. Þá verður fyrst farið yfir skipulag annarinnar og í kjölfarið verða umsjónarfundir. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá mánudaginn 7. janúar.
Starfsfólk FAS sendir nemendum sínum sem og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilega jólahátíð og vonar að nýtt ár verði öllum gott og heillaríkt.