Aðventuverður í Nýheimum

06.des.2018

Það var vel mætt á aðventuverð í Nýheimum í hádeginu. Að frumkvæði FAS var efnt til sameiginlegs málsverðar fyrir íbúa Nýheima og aðstandendur nemenda. Tilefnið var að fá fólk til að hittast og ræða um FAS og hlutverk skólans í samfélaginu og um leið að spjalla saman.
Hún Hafdís okkar í teríunni sá um matseldina og naut aðstoðar Lindu. Það er varla réttnefni að tala um máltíð því eftir gestunum beið dýrindis hlaðborð með alls kyns gómsætum réttum eins og Dísu er einni lagið. Það var líka tekið hraustlega til matarins.
NemFAS hvatti alla til að mæta í jólapeysum í dag og reynt var að leggja mat á fegurð þess klæðnaðar. Veitt voru verðlaun fyrir fallegustu og ljótustu jólapeysur dagsins.
Það var mjög ánægjulegt að sjá hversu margir sáu sér fært að mæta og það var samdóma álit að samveran, spjallið og ekki síst maturinn hefði verið frábær og þetta væri vonandi viðburður kominn til að vera.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...