Í dag var komið að hápunkti margra í námi þeirra í FAS. En það var kynning á lokaverkefni þeirra í skólanum. Samkvæmt námskrá skólans þurfa allir nemendur sem ljúka stúdentsprófi frá FAS að vinna verkefni sem tengist heimabyggðinni á einhvern hátt. Jafnframt þarf verkefnið að tengjast áherslum þeirra í stúdentsnáminu. Þetta er verkefni á þriðja þrepi þar sem miklar kröfur eru gerðar og nemendur þurfa að sýna sjálfstæði og öguð vinnubrögð.
Eftirfarandi nemendur kynntu verkefni sín í dag og eru þau talin upp í þeirri röð sem nemendur kynnt þau:
Viktor Örn Einarsson – Gönguleið í Svínafelli
Íris Björk Rabanes – Innanhússhönnun
Svandís Perla Snæbjörnsdóttir – Lónssveit: Úr fjölmennustu í þá fámennustu
Sóley Lóa Eymundsson – Skaftfellingar fara til Vesturheims
Birkir Fannar Brynjúlfsson – Hækkun sjávarmáls og birting hennar á Höfn í Hornafirði
Halldór Hrannar Brynjúfsson – Landris og áhrif þess á umhverfi Vatnajökuls
Bryndís Arna Halldórsdóttir – Áhrif mataræðis á einhverfu
Arndís Ósk Magnúsdóttir – Viðhorf nemenda FAS til móttöku flóttafólks
Það er samdóma álit þeirra sem komu að mati kynninganna í dag að þær hafi verið einstaklega vandaðar og mikið í þær lagt og stóðu allir sig með mikilli prýði. Meirihluti þessara nemenda er að ljúka námi sínu í FAS á þessari önn en ætlar þó að bíða með að setja upp hvítu kollana þangað til í vor.
Takk fyrir flott verkefni krakkar og gangi ykkur allt í haginn.