Nemendur bjóða í kaffi

04.des.2018

Í dag var komið að síðasta sameiginlega kaffi annarinnar í Nýheimum og það voru nemendur sem sáu um kaffið að þessu sinni. Að venju voru alls kyns kræsingar í boði sem íbúar Nýheima gæddu sér á.

Bókaklúbbur FAS hefur staðið fyrir lestrarátaki á meðal nemenda og annarra sem starfa í Nýheimum á þessari önn. Átakið nefnist Bókabylting og þar eru allir hvattir til að lesa eins mikið og hægt er bæði sér til gagns og skemmtunar. Það átti að skrá þær bækur sem voru lesnar á til þess gerð eyðublöð. Tæplega 60 bækur voru skráðar í átakinu. Í kaffinu í dag var komið að því að draga út vinningshafa og voru veitt fjögur verðlaun; tvær bækur og tvö gjafarbréf hjá Bókabúðinni Eymundsson. Það má segja að kennarar FAS hafi aldeilis dottið í lukkupottinn því þrír kennarar voru dregnir út og það voru þau Aida, Lind og Siggi Palli. Þær Aida og Lind voru þó fjarri góðu gamni en fá að sjálfsögðu sín verðlaun. Kristján Vilhelm nemandi í FAS var einnig dreginn út. Bókaklúbbi FAS er hér með þakkað fyrir að standa fyrir þessu átaki sem vonandi verður fastur viðburður í Nýheimum.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...