NemFAS í góðum gír

28.nóv.2018

Það hefur verið rífandi gangur hjá nemendafélagi FAS á þessari önn og hver viðburðurinn rekið annan. Og það er ýmislegt framundan.

Annað kvöld (fimmtudagskvöldið 29. nóvember) stendur spilaklúbbur fyrir viðburði í FAS. Það á að spila spil sem heitir Jackbox party pack. Þetta er ekki hefðbundið borðspil heldur spilað í gegnum síma eða tölvur. Jackbox party pack er þrautaspil þar sem 3 – 8 spila saman og markmiðið er að búa til fyndnasta orðið. Meðlimir í spilaklúbbi vonast til sjá sem flesta. Það kostar 500 krónur inn og spilarar fá popp til að maula á. Það verður byrjað að spila klukkan 20 og verður spilað í stofu 203.

Á fullveldisdaginn verður blásið til hátíðar í Nýheimum og þar lætur NemFAS sig ekki vanta. Nemendur standa fyrir kaffihúsi þar sem verður hægt að kaupa alls kyns góðgjörðir gegn vægu gjaldi. Jólamyndir fyrir smáfólkið verða sýndar í fyrirlestrasal Nýheima og þar kostar ekkert inn. Nokkrir nemendur ætla að búa til brjóstsykur og selja á staðnum. Þá mun bókaklúbbur FAS verða með óvænta uppákomu.

Við vonumst til að sjá sem flesta á laugardag. Það verður opið í Nýheimum milli 14 og 17 eins og sést á meðfylgjandi auglýsingu.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...