Það kallast baktal þegar fólk talar illa um einhvern sem er ekki viðstaddur. Sá sem verður fyrir baktali veit oft ekki af því að verið sé að tala um hann og getur því ekki varið sig. Og í mörgum tilfellum eiga sögusagnirnar ekki við rök að styðjast. Því miður er það svo að margir leyfa sér allt of oft að tala um náungann og velta kannski ekki fyrir sér afleiðingunum. Og oft verður baktalið að leiðinlegum ávana sem ekki er nokkrum til gagns.
Þessi vika í FAS kallast vika án baktals. Af því tilefni voru nemendur kallaðir saman í lok fyrsta tíma dagsins þar sem átakið var kynnt og allir hvattir til að vera með. Niðri á Nýtorgi er búið að koma fyrir veggspjöldum þar sem hægt er að skrifa undir að þessi vika verði án baktals. Við hvetjum alla til að taka þátt og um leið að íhuga hvaða afleiðingar illt umtal getur haft. Best er að ákveða að tala ekki illa um náungann.
Landvarðanám í FAS
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...