Vika án baktals

12.nóv.2018

Vika án baktals.

Það kallast baktal þegar fólk talar illa um einhvern sem er ekki viðstaddur. Sá sem verður fyrir baktali veit oft ekki af því að verið sé að tala um hann og getur því ekki varið sig. Og í mörgum tilfellum eiga sögusagnirnar ekki við rök að styðjast. Því miður er það svo að margir leyfa sér allt of oft að tala um náungann og velta kannski ekki fyrir sér afleiðingunum. Og oft verður baktalið að leiðinlegum ávana sem ekki er nokkrum til gagns.
Þessi vika í FAS kallast vika án baktals. Af því tilefni voru nemendur kallaðir saman í lok fyrsta tíma dagsins þar sem átakið var kynnt og allir hvattir til að vera með. Niðri á Nýtorgi er búið að koma fyrir veggspjöldum þar sem hægt er að skrifa undir að þessi vika verði án baktals. Við hvetjum alla til að taka þátt og um leið að íhuga hvaða afleiðingar illt umtal getur haft. Best er að ákveða að tala ekki illa um náungann.

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...