Vika án baktals

12.nóv.2018

Vika án baktals.

Það kallast baktal þegar fólk talar illa um einhvern sem er ekki viðstaddur. Sá sem verður fyrir baktali veit oft ekki af því að verið sé að tala um hann og getur því ekki varið sig. Og í mörgum tilfellum eiga sögusagnirnar ekki við rök að styðjast. Því miður er það svo að margir leyfa sér allt of oft að tala um náungann og velta kannski ekki fyrir sér afleiðingunum. Og oft verður baktalið að leiðinlegum ávana sem ekki er nokkrum til gagns.
Þessi vika í FAS kallast vika án baktals. Af því tilefni voru nemendur kallaðir saman í lok fyrsta tíma dagsins þar sem átakið var kynnt og allir hvattir til að vera með. Niðri á Nýtorgi er búið að koma fyrir veggspjöldum þar sem hægt er að skrifa undir að þessi vika verði án baktals. Við hvetjum alla til að taka þátt og um leið að íhuga hvaða afleiðingar illt umtal getur haft. Best er að ákveða að tala ekki illa um náungann.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...