Fréttir frá Fårevejle

05.nóv.2018

God nabo hópurinn.

Nú er farið að síga á seinni hluta heimsóknar nemenda FAS til Danmerkur en þangað kom hópurinn síðasta miðvikudag. Í íslenska hópnum eru 25 nemendur og tveir kennarar. Danski hópurinn er mun stærri en mikil eftirspurn var að komast í samstarfsverkefni með Íslandi. Því eru hvorki fleiri né færri en 50 nemendur í danska hópnum. Það er því margt um manninn þegar allir eru komnir saman.

Fyrstu tvo dagana var að mestu verið í skólanum. Íslensku krakkarnir fóru með dönskum félögum sínum í tíma og báðir hóparnir héldu kynningar um sín lönd og eins héldu íslensku krakkarnir fyrirlestra um samskipti Íslands og Danmerkur í gegnum tíðina. Að sjálfsögðu voru kynningarnar á dönsku. Þá var unnið í blönduðum hópum að því að hanna lógó fyrir verkefnið. Á föstudaginn var síðan farið í skógarferð og var farið á Vejrhøjbuen sem 151 metra há hæð og er hún með hærri hæðum í Danmörku.

Þegar leið á föstudaginn var komið að því að fara heim með dönskum félögum sínum og það var ekki laust við að það væri farið að fara um einhverja við tilhugsunina um að fara heim til ókunnugs fólks sem þar að auki er dreift um allt Sjáland og jafnvel víðar. Það var því afar ánægjulegt að hitta hópinn aftur á sunnudagskvöldið í skólanum og voru allir afar sáttir.

Í morgun fórum við til Hróarskeldu og skoðuðum bæði víkingasafnið og dómkirkjuna þar sem flestir konungbornir eru grafnir.

Á morgun færir hópurinn sig síðan til Kaupmannahafnar og ver deginum í rölt á milli þekktra staða og skoðunarferðir. Á miðvikudag er síðan komið að heimferð og gert ráð fyrir að koma alla leið á Höfn þann daginn.

Þeir sem vilja vita meira um ferðir hópsins er bent á heimasíðu verkefnisins https://godnabo.fas.is/

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...