Unga fólkið okkar fundar

29.okt.2018

Við upphaf ungmennaþings.

Ungmennaráð Hornafjarðar stóð fyrir Ungmennaþingi í Nýheimum í dag. Yfirskrift þingsins í ár er Ungt fólk og samfélagið og markmiðið er að efla samfélagsvitund ungs fólks. Allir nemendur FAS eru boðaðir á þingið ásamt 8. – 10. bekk í grunnskóla Hornafjarðar. Þingið hófst á fyrirlestri frá Stígamótum og að honum loknum voru fjórar málstofur sem fjölluðu um fjölbreytileikann, félagslíf, umhverfis- og skipulagsmál og í síðustu málstofunni voru umræður út frá fyrirlestrinum. Það er óhætt að segja að vel hafi tekist til og skemmtilegar og málefnalegar umræður áttu sér stað í málstofunum.
Ungmennaráð mun vinna úr gögnunum sem var safnað saman og í framhaldinu kynna þær fyrir viðeigandi nefndum sveitarfélagsins, sem og skólunum.
Á þinginu kusu ungmennin einnig fulltrúa í ráðið frá grunnskólanum og þá var unnið að því að finna slagorð Ungmennráðs
Í lok þingsins bauð Ungmennaráð í pizzuveislu og að sjálfsögðu gerðu þinggestir pizzunum góð skil. 

Það er alltaf hægt að borða pizzur.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...