Unga fólkið okkar fundar

29.okt.2018

Við upphaf ungmennaþings.

Ungmennaráð Hornafjarðar stóð fyrir Ungmennaþingi í Nýheimum í dag. Yfirskrift þingsins í ár er Ungt fólk og samfélagið og markmiðið er að efla samfélagsvitund ungs fólks. Allir nemendur FAS eru boðaðir á þingið ásamt 8. – 10. bekk í grunnskóla Hornafjarðar. Þingið hófst á fyrirlestri frá Stígamótum og að honum loknum voru fjórar málstofur sem fjölluðu um fjölbreytileikann, félagslíf, umhverfis- og skipulagsmál og í síðustu málstofunni voru umræður út frá fyrirlestrinum. Það er óhætt að segja að vel hafi tekist til og skemmtilegar og málefnalegar umræður áttu sér stað í málstofunum.
Ungmennaráð mun vinna úr gögnunum sem var safnað saman og í framhaldinu kynna þær fyrir viðeigandi nefndum sveitarfélagsins, sem og skólunum.
Á þinginu kusu ungmennin einnig fulltrúa í ráðið frá grunnskólanum og þá var unnið að því að finna slagorð Ungmennráðs
Í lok þingsins bauð Ungmennaráð í pizzuveislu og að sjálfsögðu gerðu þinggestir pizzunum góð skil. 

Það er alltaf hægt að borða pizzur.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...