Fjallamennskunemar á jöklum

29.okt.2018

Dagana 23. – 26. október voru fjallamennskunemar í Jöklaferð 1. Farið var í Öræfin og hópurinn gisti í svefnpokagistingu hjá Ferðaþjónustunni í Svínafelli í þrjár nætur. Farið var á jökul alla fjóra dagana og veðrið var með eindæmum gott, sól og blíða nánast allan tímann.
Í Jöklaferð 1 er markmiðið að kenna nemendum að ferðast á öruggan hátt um skriðjökla, ísklifur og kynna sprungubjörgun.
Farið var á Falljökul á degi eitt, tvö og fjögur. Á degi þrjú var farið í langa ferð á Skaftafellsjökul þar sem reyndi á þrek og þor nemenda.
Hluti hópsins skellti sér svo á íbúafund í Hofgarði um kvöldið þar sem vísindamenn frá Háskóla Íslands og Veðurstofunni voru að kynna rannsóknir sínar á Öræfajökli og sprungunni í Svínafelli.
Nú hafa nemendur lokið fimm ferðum á þessari önn og í næstu viku er Jöklaferð 2 sem er seinasta ferð annarinnar hjá þeim.
Kennarar á þessu námskeiði voru þeir Sigurður Pétur Kristjánsson og Sigurður Ragnarsson. 

[modula id=“9765″]

Aðrar fréttir

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...