Dagana 23. – 26. október voru fjallamennskunemar í Jöklaferð 1. Farið var í Öræfin og hópurinn gisti í svefnpokagistingu hjá Ferðaþjónustunni í Svínafelli í þrjár nætur. Farið var á jökul alla fjóra dagana og veðrið var með eindæmum gott, sól og blíða nánast allan tímann.
Í Jöklaferð 1 er markmiðið að kenna nemendum að ferðast á öruggan hátt um skriðjökla, ísklifur og kynna sprungubjörgun.
Farið var á Falljökul á degi eitt, tvö og fjögur. Á degi þrjú var farið í langa ferð á Skaftafellsjökul þar sem reyndi á þrek og þor nemenda.
Hluti hópsins skellti sér svo á íbúafund í Hofgarði um kvöldið þar sem vísindamenn frá Háskóla Íslands og Veðurstofunni voru að kynna rannsóknir sínar á Öræfajökli og sprungunni í Svínafelli.
Nú hafa nemendur lokið fimm ferðum á þessari önn og í næstu viku er Jöklaferð 2 sem er seinasta ferð annarinnar hjá þeim.
Kennarar á þessu námskeiði voru þeir Sigurður Pétur Kristjánsson og Sigurður Ragnarsson.
[modula id=“9765″]