Í hádeginu í dag kynntu þeir hópar sem voru að störfum á vísindadögum vinnu sína undanfarna daga. Það voru fimm hópar að störfum.
Fyrsti hópurinn var með könnun meðal fyrrum nemenda um hvernig námið í FAS hefði nýst í framhaldsnámi.
Annar hópurinn fór í mælingaferð að Heinabergsjökli. Eftir ferðina var unnin skýrsla auk þess sem eldri gögn úr mælingaferðum voru skoðuð og borin saman.
Þriðji hópurinn var að skoða leiklistarsögu skólans og bjó til tímalínu og yfirlit yfir öll þau verk sem hafa verið sýnd frá því að skólinn hóf göngu sína.
Fjórði hópurinn var með viðtöl við íbúa af erlendu bergi brotnu sem búa í sveitarfélaginu og einnig tölulegar upplýsingar um fjölda þjóðerna búsetta í sveitarfélaginu.
Fimmti og síðasti hópurinn rannsakaði ýmis gögn sem tengjast menningu sveitarfélagins. Þar voru nokkur verkefni unnin s.s. þekktir einstaklingar sem eru úr sveitarfélaginu, hús sem hafa verið flutt til, frumkvöðlar, saga Skemmtifélagsins og fleira.
Afraksturinn má sjá í máli og myndum í kaffiteríunni á Nýtorgi og verður sýningin uppi til 11. nóvember. Þeir sem leggja leið sína í Nýheima eru hvattir til að skoða sýninguna.
Nóg að gera í lok annar
Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...