Afrakstur vísindadaga

26.okt.2018

Jöklamælingahópur kynnir vinnu sína.

Í hádeginu í dag kynntu þeir hópar sem voru að störfum á vísindadögum vinnu sína undanfarna daga. Það voru fimm hópar að störfum.
Fyrsti hópurinn var með könnun meðal fyrrum nemenda um hvernig námið í FAS hefði nýst í framhaldsnámi.
Annar hópurinn fór í mælingaferð að Heinabergsjökli. Eftir ferðina var unnin skýrsla auk þess sem eldri gögn úr mælingaferðum voru skoðuð og borin saman.
Þriðji hópurinn var að skoða leiklistarsögu skólans og bjó til tímalínu og yfirlit yfir öll þau verk sem hafa verið sýnd frá því að skólinn hóf göngu sína.
Fjórði hópurinn var með viðtöl við íbúa af erlendu bergi brotnu sem búa í sveitarfélaginu og einnig tölulegar upplýsingar um fjölda þjóðerna búsetta í sveitarfélaginu.
Fimmti og síðasti hópurinn rannsakaði ýmis gögn sem tengjast menningu sveitarfélagins. Þar voru nokkur verkefni unnin s.s. þekktir einstaklingar sem eru úr sveitarfélaginu, hús sem hafa verið flutt til, frumkvöðlar, saga Skemmtifélagsins og fleira.
Afraksturinn má sjá í máli og myndum í kaffiteríunni á Nýtorgi og verður sýningin uppi til 11. nóvember. Þeir sem leggja leið sína í Nýheima eru hvattir til að skoða sýninguna.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...