Með jákvæðni að leiðarljósi

19.okt.2018

Unnið að jákvæðnirefli í FAS.

Í dag var komið að uppbroti númer tvö í skólanum en þá fellur niður kennsla í eina klukkustund og nemendur fást við eitthvað allt annað. Í dag voru nemendur að vinna með hugtakið jákvæðni. Allt of oft ber á neikvæðni hjá mörgum þegar á að takast á við verkefni. Það verður þá oft erfitt að koma sér að verki og oftar en ekki verður verkefnið illa unnið eða jafnvel ekki. Það skiptir miklu máli að tileinka sér jákvæðni í verkefnum dagsins og leita lausna svo að vinnan verði skemmtileg og um leið auðveldari.
Hugmyndin með vinnunni í dag var að koma jákvæðni á blað þar sem allir nemendur myndu leggja eitthvað á vogarskálarnar. Það geti verið bæði í máli og myndum. Það var unnið í nokkrum stórum hópum og fékk hver hópur stóran pappírsrenning. Saman eiga pappírsrenningarnir að mynda refil sem verður hengdur upp í skólanum. Með því að búa til refil er verið að vísa til gamallar hefðar um varðveislu mynda.
Munum svo öll að hafa jákvæðni að leiðarljósi!

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...