Í dag var komið að uppbroti númer tvö í skólanum en þá fellur niður kennsla í eina klukkustund og nemendur fást við eitthvað allt annað. Í dag voru nemendur að vinna með hugtakið jákvæðni. Allt of oft ber á neikvæðni hjá mörgum þegar á að takast á við verkefni. Það verður þá oft erfitt að koma sér að verki og oftar en ekki verður verkefnið illa unnið eða jafnvel ekki. Það skiptir miklu máli að tileinka sér jákvæðni í verkefnum dagsins og leita lausna svo að vinnan verði skemmtileg og um leið auðveldari.
Hugmyndin með vinnunni í dag var að koma jákvæðni á blað þar sem allir nemendur myndu leggja eitthvað á vogarskálarnar. Það geti verið bæði í máli og myndum. Það var unnið í nokkrum stórum hópum og fékk hver hópur stóran pappírsrenning. Saman eiga pappírsrenningarnir að mynda refil sem verður hengdur upp í skólanum. Með því að búa til refil er verið að vísa til gamallar hefðar um varðveislu mynda.
Munum svo öll að hafa jákvæðni að leiðarljósi!
Nóg að gera í lok annar
Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...