Með jákvæðni að leiðarljósi

19.okt.2018

Unnið að jákvæðnirefli í FAS.

Í dag var komið að uppbroti númer tvö í skólanum en þá fellur niður kennsla í eina klukkustund og nemendur fást við eitthvað allt annað. Í dag voru nemendur að vinna með hugtakið jákvæðni. Allt of oft ber á neikvæðni hjá mörgum þegar á að takast á við verkefni. Það verður þá oft erfitt að koma sér að verki og oftar en ekki verður verkefnið illa unnið eða jafnvel ekki. Það skiptir miklu máli að tileinka sér jákvæðni í verkefnum dagsins og leita lausna svo að vinnan verði skemmtileg og um leið auðveldari.
Hugmyndin með vinnunni í dag var að koma jákvæðni á blað þar sem allir nemendur myndu leggja eitthvað á vogarskálarnar. Það geti verið bæði í máli og myndum. Það var unnið í nokkrum stórum hópum og fékk hver hópur stóran pappírsrenning. Saman eiga pappírsrenningarnir að mynda refil sem verður hengdur upp í skólanum. Með því að búa til refil er verið að vísa til gamallar hefðar um varðveislu mynda.
Munum svo öll að hafa jákvæðni að leiðarljósi!

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...