Viðburðaveisla hjá NemFAS

23.okt.2018

Það má með sanni segja að félagslíf skólans hafi verið í miklum blóma á þessu hausti þar sem hver viðburðurinn rekur annan. Í þessari viku stendur Nemendafélag FAS fyrir röð viðburða sem krakkarnir hafa kosið að kalla Oktoberfest.
Fyrsti viðburðurinn verður í kvöld, 23. október. Það er málfundafélagið sem stendur fyrir fótboltakvöldi í Nýheimum. Húsið opnar klukkan 18:40 og klukkan 19:00 er komið að risaleik en það eru stórliðin Manchester United og Juventus sem eigast við. Hægt verður að tippa á úrslit leiksins og eru vegleg verðlaun í boði.
Miðvikudagskvöldið 24. október stendur fornbílaklúbbur FAS fyrir spurningakeppni eða bíla quiz eins og klúbburinn kallar viðburðinn sem verður í Nýheimum og hefst klukkan 20:00 og stendur yfir í tvo tíma. Boðið verður upp á kóla gosdrykk og kex og kökur.
Fimmtudagskvöldið 25. október er síðan komið að Karaoke kvöldi í umsjá viðburðaklúbbs. Sá atburður verður haldinn í Ungmennahúsi (Þrykkjunni) og stendur frá 20:00 – 22:00. Þar verður boðið upp á popp og kóla gosdrykk.
Það kostar 1000 krónur inn fyrsta kvöldið en 500 krónur hin kvöldin. Það er hægt að kaupa sig inn á alla viðburðina og fá þá 500 krónu afslátt. Miðasala er á skrifstofu Nemendaráðs.
Á laugardaginn má svo segja að það sé komið að rúsínunni í pylsuendanum en þá ætlar nemendafélagið að standa fyrir markaði og kaffihúsi í Nýheimum. Þar verður hægt að skoða föt, bækur og ýmis konar gjafavöru og einnig verður hægt að kaupa kaffi og kruðerí. Markaðurinn verður opinn á milli 13:00 og 16:00 á laugardag og vonast nemendafélagið til að sem flestir komi.

 

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...