Notkun staðsetningartækja og þverun straumvatna

17.okt.2018

Dagana 9. – 12. október, voru fjallamennskunemar í námskeiðinu Gönguferð 2. Námskeiðið er seinni hluti verklegrar kennslu í áfanganum Gönguferðir. Áherslan í þessari törn var á að læra á notkun GPS tækja, GPS forrita í síma, þverun straumvatna og halda áfram með þá hluti sem nemendurnir kynntust í Gönguferð 1 í lok ágúst.

Fyrsti dagur námskeiðsins fór í að kynnast staðsetningartækjum og skipuleggja tveggja daga gönguferð um Reyðarárdal og Össurárdal. Dagar tvö og þrjú fóru svo í að framkvæma gönguferðina. Fyrri daginn lék veðrið við hópinn, en um nóttina og seinni daginn fékk hópurinn slagveðursrigningu. Sumir sváfu illa í veðurofsanum um nóttina, en allir komu þó með bros á vör til byggða, þrátt fyrir að ekki væri þurr þráður á sumum.

Fjórði dagurinn fór svo í að læra þverun straumvatna. Byrjað var á stuttum fyrirlestri um straumvötn, en svo klæddi hópurinn sig svo upp í þurrgalla og björgunarvesti og skellti sér í æfingar í Laxá í Nesjum. Þar æfðu nemendur sig í að vaða ár með mismunandi aðferðum, synda í land ef vaðið reyndist of erfitt og síðast en ekki síst bjarga fólki á sundi, með notkun kastlínu.

Fyrirtækið Iceguide sá hópnum fyrir búnaði og er virkilega ánægjulegt að fyrirtæki í heimabyggð styðji við námið með svona öflugum hætti og færum við þeim kærar þakkir fyrir. Eins og á fyrra námskeiði sáu Ástvaldur Helgi Gylfason og Sigurður Ragnarsson um kennsluna.

[modula id=“9764″]

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...