Notkun staðsetningartækja og þverun straumvatna

17.okt.2018

Dagana 9. – 12. október, voru fjallamennskunemar í námskeiðinu Gönguferð 2. Námskeiðið er seinni hluti verklegrar kennslu í áfanganum Gönguferðir. Áherslan í þessari törn var á að læra á notkun GPS tækja, GPS forrita í síma, þverun straumvatna og halda áfram með þá hluti sem nemendurnir kynntust í Gönguferð 1 í lok ágúst.

Fyrsti dagur námskeiðsins fór í að kynnast staðsetningartækjum og skipuleggja tveggja daga gönguferð um Reyðarárdal og Össurárdal. Dagar tvö og þrjú fóru svo í að framkvæma gönguferðina. Fyrri daginn lék veðrið við hópinn, en um nóttina og seinni daginn fékk hópurinn slagveðursrigningu. Sumir sváfu illa í veðurofsanum um nóttina, en allir komu þó með bros á vör til byggða, þrátt fyrir að ekki væri þurr þráður á sumum.

Fjórði dagurinn fór svo í að læra þverun straumvatna. Byrjað var á stuttum fyrirlestri um straumvötn, en svo klæddi hópurinn sig svo upp í þurrgalla og björgunarvesti og skellti sér í æfingar í Laxá í Nesjum. Þar æfðu nemendur sig í að vaða ár með mismunandi aðferðum, synda í land ef vaðið reyndist of erfitt og síðast en ekki síst bjarga fólki á sundi, með notkun kastlínu.

Fyrirtækið Iceguide sá hópnum fyrir búnaði og er virkilega ánægjulegt að fyrirtæki í heimabyggð styðji við námið með svona öflugum hætti og færum við þeim kærar þakkir fyrir. Eins og á fyrra námskeiði sáu Ástvaldur Helgi Gylfason og Sigurður Ragnarsson um kennsluna.

[modula id=“9764″]

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...