ADVENT – námskeið og ráðstefna í Skotlandi

14.okt.2018

Erasmus+ verkefnið ADVENT sem FAS er í forsvari fyrir snýr að því að efla nám og nýsköpun í afþreyingarferðaþjónustu.
Fyrsta námskeiðið af níu sem hönnuð verða var prufukeyrt í Fort William í Skotlandi 8. – 10. október síðastliðinn. Á námskeiðinu kynntust þátttakendur því hvernig markvisst er hægt að nýta útivist og þær áskoranir sem þar er hægt að finna til að bæta andlega og félagslega líðan. Þrír þátttakendur frá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum tóku þátt og átta frá samstarfsþjóðunum Finnlandi og Skotlandi.

Þátttakendur upplifðu hin margvíslegustu ævintýri á námskeiðinu auk þess að fá innsýn í fræði “Adventure Therapy”. M.a. var farið í sjósund, fjallgöngu, gist var í afskekktum fjallakofa og gengið yfir „vírabrú“.

Í kjölfar námskeiðsins fjölgaði í íslenska hópnum sem tók þátt í verkefnafundi og fjölmennri ráðstefnu um útivist og leiðir til að auka almenna vellíðan, “Adventure Therapy”.  Á ráðstefnunni var vefsíða verkefnisins  formlega opnuð.

Næstu námskeið ADVENT verð haldin í Finnlandi í nóvember og á Íslandi í janúar. Þar og á næstu mánuðum verða spennandi tækifæri fyrir aðila í afþreyingarferðaþjónustu til að prófa nýjar leiðir og sinna endurmenntun innan fyrirtækjanna.

[modula id=“9761″]

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...