Framhaldsnámskeið í klettaklifri

08.okt.2018

Dagana 1.- 5. október fór fram námskeiðið Klettaklifur 2, sem er framhaldsnámskeið af námskeiðinu sem haldið var fyrir tveimur vikum.

Í þessari viku var áherslan á að kynnast sem flestum tegundum klettaklifurs. Á síðasta námskeiði kynntust krakkarnir sportklifri á Hnappavöllum, en auk þess lærðu þau núna svokallaða grjótglímu í steinunum við Vestrahorn og fengu kynningu á dótaklifri og fjölspannaklifri. Ekki lét hópurinn þar við sitja heldur eyddi nokkrum tíma í að síga og júmma (í myndaalbúminu er mynd af júmmi) eins og það er kallað ásamt því að nota bergtryggingar og læra grunnatriði í línuvinnu.

Veðrið reyndist hópnum erfitt þessa vikuna og ekki tókst að gista í tjaldi á Hnappavöllum eins og til stóð, en þess í stað var námskeiðið keyrt frá Höfn og farið kletta í nágrenninu. Staðirnir sem heimsóttir voru, voru; Vestrahorn, Hnappavellir, Geitafell, og Hellisholt. Enn og aftur þökkum við landeigendum fyrir að leyfa okkur að nota þessar klettaperlur hér í nágrenni við Höfn til kennslu.

Þess má svo til gamans geta að Hnappavellir og svæðið í og við Vestrahorn eru tvö af bestu klifursvæðum landsins. Kennarar á þessu námskeiði voru Árni Stefán Haldorsen og Sigurður Ragnarsson.

[modula id=“9763″]

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...