Framhaldsnámskeið í klettaklifri

08.okt.2018

Dagana 1.- 5. október fór fram námskeiðið Klettaklifur 2, sem er framhaldsnámskeið af námskeiðinu sem haldið var fyrir tveimur vikum.

Í þessari viku var áherslan á að kynnast sem flestum tegundum klettaklifurs. Á síðasta námskeiði kynntust krakkarnir sportklifri á Hnappavöllum, en auk þess lærðu þau núna svokallaða grjótglímu í steinunum við Vestrahorn og fengu kynningu á dótaklifri og fjölspannaklifri. Ekki lét hópurinn þar við sitja heldur eyddi nokkrum tíma í að síga og júmma (í myndaalbúminu er mynd af júmmi) eins og það er kallað ásamt því að nota bergtryggingar og læra grunnatriði í línuvinnu.

Veðrið reyndist hópnum erfitt þessa vikuna og ekki tókst að gista í tjaldi á Hnappavöllum eins og til stóð, en þess í stað var námskeiðið keyrt frá Höfn og farið kletta í nágrenninu. Staðirnir sem heimsóttir voru, voru; Vestrahorn, Hnappavellir, Geitafell, og Hellisholt. Enn og aftur þökkum við landeigendum fyrir að leyfa okkur að nota þessar klettaperlur hér í nágrenni við Höfn til kennslu.

Þess má svo til gamans geta að Hnappavellir og svæðið í og við Vestrahorn eru tvö af bestu klifursvæðum landsins. Kennarar á þessu námskeiði voru Árni Stefán Haldorsen og Sigurður Ragnarsson.

[modula id=“9763″]

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...