Nýjungar byggðar á menningararfleifð

05.okt.2018

FAS fékk nýlega styrk frá Erasmus+ fyrir verkefni sem kallast Cultural heritage in the context of students’ careers eða Nemendur skapa verkefni byggð á menningararfleifð og er verkefnið er til tveggja ára. Ætlunin er að vinna verkefni um menningararfleifð þjóðarinnar og á það jafnframt að tengjast menningartengdri ferðaþjónustu. Unnið er í samvinnu við fjóra skóla í jafn mörgum löndum frá Ítalíu, Grikklandi, Eistlandi og Litháen. Þetta eru sömu skólar og FAS vann með í síðasta Erasmus+ verkefni.

Unnið er í smiðjum í hverju landi þar sem hver þjóð leggur áherslu á menningu sína. Nemendur heimsækja síðan hvert land og kynnast verkefnum hverrar smiðju og læra og taka þátt í viðfangsefnum hverrar þjóðar.

Markmiðið  með Nemendur skapa verkefni byggð á menningararfleið er að hvetja nemendur og kennara að vinna verkefni úr eigin menningu sem kynningu fyrir nemendur frá öðrum Evrópuríkjum og styrkja og skapa tengsl milli þjóða í Evrópu. Á þessum tveimur verkefnisárum verða framtíðarmöguleikar kynntir fyrir nemendum okkar með því að hjálpa þeim að búa til leiðsögn sem sameinar sérkenni, sögu og náttúru hvers lands. Nemendur skapa því menningarferðalag í hverri smiðju þar sem þjóðsögur, sögusagnir og náttúra hverrar þjóðar eru meginviðfangsefnin.
Umsjón með verkefninu fyrir hönd FAS hefur Stefán Sturla umsjónarmaður Lista- og menningarsviðs skólans.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...