Nýjungar byggðar á menningararfleifð

05.okt.2018

FAS fékk nýlega styrk frá Erasmus+ fyrir verkefni sem kallast Cultural heritage in the context of students’ careers eða Nemendur skapa verkefni byggð á menningararfleifð og er verkefnið er til tveggja ára. Ætlunin er að vinna verkefni um menningararfleifð þjóðarinnar og á það jafnframt að tengjast menningartengdri ferðaþjónustu. Unnið er í samvinnu við fjóra skóla í jafn mörgum löndum frá Ítalíu, Grikklandi, Eistlandi og Litháen. Þetta eru sömu skólar og FAS vann með í síðasta Erasmus+ verkefni.

Unnið er í smiðjum í hverju landi þar sem hver þjóð leggur áherslu á menningu sína. Nemendur heimsækja síðan hvert land og kynnast verkefnum hverrar smiðju og læra og taka þátt í viðfangsefnum hverrar þjóðar.

Markmiðið  með Nemendur skapa verkefni byggð á menningararfleið er að hvetja nemendur og kennara að vinna verkefni úr eigin menningu sem kynningu fyrir nemendur frá öðrum Evrópuríkjum og styrkja og skapa tengsl milli þjóða í Evrópu. Á þessum tveimur verkefnisárum verða framtíðarmöguleikar kynntir fyrir nemendum okkar með því að hjálpa þeim að búa til leiðsögn sem sameinar sérkenni, sögu og náttúru hvers lands. Nemendur skapa því menningarferðalag í hverri smiðju þar sem þjóðsögur, sögusagnir og náttúra hverrar þjóðar eru meginviðfangsefnin.
Umsjón með verkefninu fyrir hönd FAS hefur Stefán Sturla umsjónarmaður Lista- og menningarsviðs skólans.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...