Körfuknattleiksdeild Sindra og FAS í samstarf

24.sep.2018

Eflaust muna margir eftir því að meistaraflokkur Sindra stóð sig frábærlega á síðasta leiktímabili og spilar í vetur í 1. deild og bíða margir spenntir eftir því að fylgjast með liðinu í vetur.

Í síðustu viku var gerður samningur á milli Körfuknattleiksdeildar Sindra og FAS sem kveður á um að heimaleikjum verði streymt á netið en þá verður hægt að fylgjast með þeim í beinni útsendingu. Samningurinn gildir til vors 2019. Einnig er ráðgert að taka viðtöl við leikmenn og aðra í tengslum við leikina. Sindri sér um að útvega þann búnað sem þarf til slíkra sýninga. Nemendur í kvikmyndagerð í FAS munu annast streymið og nemendur í fjölmiðlafræði og kvikmyndagerð taka viðtölin og annast eftirvinnslu.

Fyrsti heimaleikur Sindra verður 5. október og þá verður vonandi allt til reiðu svo hægt verði að sýna leikinn. Að sjálfsögðu óskum við meistaraflokki Sindra góðs gengis í vetur.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...