Kaffiboð á Nýtorgi

28.ágú.2018

Fyrsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi.

Þegar skólastarf er komið af stað er gjarnan margt um manninn í Nýheimum og má ætla að vel á annað hundrað manns séu í húsi virka daga. Í fyrra var ákveðið að hafa sameiginlega viðburði allra í húsinu til að fólk myndi kynnast og átta sig betur á þeirri fjölbreyttu starfsemi sem fer fram í húsinu daglega. Auðveldasta leiðin til fá fólk saman er að bjóða upp á góðgjörðir og í fyrra var íbúum hússins skipt upp í fjóra hópa og stóð hver hópur fyrir sameiginlegum kaffitíma allra einu sinni á önn.
Þetta mæltist svo vel fyrir að það hefur verið ákveðið að halda þessum sameiginlegum stundum áfram og var fyrsta boð í morgun. Það var í boði Frumkvöðlagangs að þessu sinni. Borðin svignuðu undan kræsingum sem runnu ljúflega í maga.
Við þetta tækifæri kynnti Eyjólfur fyrirkomulag á veitingasölu vetrarins en hægt verður að fá mat bæði í áskrift og eins með því að kaupa 10 miða kort. Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar um veitingasöluna geta haft samband við Eyjólf.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...