Kaffiboð á Nýtorgi

28.ágú.2018

Fyrsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi.

Þegar skólastarf er komið af stað er gjarnan margt um manninn í Nýheimum og má ætla að vel á annað hundrað manns séu í húsi virka daga. Í fyrra var ákveðið að hafa sameiginlega viðburði allra í húsinu til að fólk myndi kynnast og átta sig betur á þeirri fjölbreyttu starfsemi sem fer fram í húsinu daglega. Auðveldasta leiðin til fá fólk saman er að bjóða upp á góðgjörðir og í fyrra var íbúum hússins skipt upp í fjóra hópa og stóð hver hópur fyrir sameiginlegum kaffitíma allra einu sinni á önn.
Þetta mæltist svo vel fyrir að það hefur verið ákveðið að halda þessum sameiginlegum stundum áfram og var fyrsta boð í morgun. Það var í boði Frumkvöðlagangs að þessu sinni. Borðin svignuðu undan kræsingum sem runnu ljúflega í maga.
Við þetta tækifæri kynnti Eyjólfur fyrirkomulag á veitingasölu vetrarins en hægt verður að fá mat bæði í áskrift og eins með því að kaupa 10 miða kort. Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar um veitingasöluna geta haft samband við Eyjólf.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...