Kaffiboð á Nýtorgi

28.ágú.2018

Fyrsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi.

Þegar skólastarf er komið af stað er gjarnan margt um manninn í Nýheimum og má ætla að vel á annað hundrað manns séu í húsi virka daga. Í fyrra var ákveðið að hafa sameiginlega viðburði allra í húsinu til að fólk myndi kynnast og átta sig betur á þeirri fjölbreyttu starfsemi sem fer fram í húsinu daglega. Auðveldasta leiðin til fá fólk saman er að bjóða upp á góðgjörðir og í fyrra var íbúum hússins skipt upp í fjóra hópa og stóð hver hópur fyrir sameiginlegum kaffitíma allra einu sinni á önn.
Þetta mæltist svo vel fyrir að það hefur verið ákveðið að halda þessum sameiginlegum stundum áfram og var fyrsta boð í morgun. Það var í boði Frumkvöðlagangs að þessu sinni. Borðin svignuðu undan kræsingum sem runnu ljúflega í maga.
Við þetta tækifæri kynnti Eyjólfur fyrirkomulag á veitingasölu vetrarins en hægt verður að fá mat bæði í áskrift og eins með því að kaupa 10 miða kort. Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar um veitingasöluna geta haft samband við Eyjólf.

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...