Gengið um Krossbæjarskarð

22.ágú.2018

Hópmynd í lok gönguferðar.

Það var föngulegur hópur sem steig upp í rútu núna í morgun og samanstóð hópurinn bæði af nemendum og kennurum. Ferðinni var heitið inn að Lindabakka en búið var að ákveða að ganga þaðan upp Krossbæjarskarð og yfir að réttinni í Laxárdal.
Tilgangur ferðarinnar var fyrst og fremst að bjóða nýnema velkomna í skólann. Á gönguferð sem þessari geta nemendur bæði eldri og yngri og svo kennarar blandað geði og kynnst á öðrum vettvangi en í skólastofunni. Ekki spillti fyrir að veður var ljómandi gott og fjörðurinn okkar skartaði sínu fegursta.
Það er skemmst frá því að segja að ferðin gekk ljómandi vel og allir sáttir. Þegar hópurinn kom til baka í Nýheima var búið að grilla hamborgara sem voru gerð góð skil enda allir orðnir svangir eftir útiveruna.

[modula id=“9758″]

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...