Gengið um Krossbæjarskarð

22.ágú.2018

Hópmynd í lok gönguferðar.

Það var föngulegur hópur sem steig upp í rútu núna í morgun og samanstóð hópurinn bæði af nemendum og kennurum. Ferðinni var heitið inn að Lindabakka en búið var að ákveða að ganga þaðan upp Krossbæjarskarð og yfir að réttinni í Laxárdal.
Tilgangur ferðarinnar var fyrst og fremst að bjóða nýnema velkomna í skólann. Á gönguferð sem þessari geta nemendur bæði eldri og yngri og svo kennarar blandað geði og kynnst á öðrum vettvangi en í skólastofunni. Ekki spillti fyrir að veður var ljómandi gott og fjörðurinn okkar skartaði sínu fegursta.
Það er skemmst frá því að segja að ferðin gekk ljómandi vel og allir sáttir. Þegar hópurinn kom til baka í Nýheima var búið að grilla hamborgara sem voru gerð góð skil enda allir orðnir svangir eftir útiveruna.

[modula id=“9758″]

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...