Skólastarf haustannar í FAS hófst formlega í morgun með skólasetningu. Í kjölfarið voru svo umsjónarfundir þar sem nemendur skoðuðu stundatöflur sínar og skipulag annarinnar nánar. Kennsla hefst svo á morgun þriðjudag samkvæmt stundaskrá. Bókalista er hægt að skoða hér og eru bækurnar komnar í sölu hjá Menningarmiðstöðinni.
Það er margt framundan. Næsta miðvikudag verða námsbækurnar settar til hliðar og fara bæði nemendur og kennarar í gönguferð. Að henni lokinni verður grillað. Þessi dagur er sérstaklega helgaður nýnemum og kemur í stað þess sem áður var kallað busavígsla.
Í næstu viku verða svo upplýsingafundir fyrir foreldra.
Þó kennsla hefjist á morgun er enn hægt að skrá sig í nám. Tekið er við skráningum til 24. ágúst en auðvitað er best að skrá sig sem fyrst. Námsframboð haustannar má finna hér.
Landvarðanám í FAS
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...