Fjölbreyttir og skemmtilegir möguleikar í námi

08.jún.2018

Álftatalningaferð í Lóni.

Álftatalningaferð í Lóni.

Á næsta starfsári verður boðið upp á nám í sérgreinum lyfjatæknibrautar í FAS í samstarfi við Fjölbrautaskólann við Ármúla (FÁ). Námið er byggt á samstarfssamningi FÁ og Fjarmenntaskólans. Skipulag námsins miðar við að hægt sé að stunda það samhliða vinnu. Gert er ráð fyrir að á hverri önn séu teknar 14 – 20 einingar í alls átta annir. Um 2/3 námsins er sett upp sem fjarnám en þriðjungur er í staðbundnum lotum í FÁ og í fjarnámi. Nánari upplýsingar er að finna hér.

Enn er hægt að sækja um fjallamennskunám en það er aðallega nám á vettvangi fyrir útivistarfólk og fagfólk í ferðaþjónustu. Opið er fyrir skráningar til 24. ágúst en best að skrá sig sem fyrst. Upplýsingar um nám í fjallamennsku er að finna hér.

FAS hefur undanfarin ár lagt sífellt meiri áherslu á að koma til móts við mismundandi þarfir nemenda sinna. Það er meðal annars gert með miklu framboði á fjarnámi og nú er svo komið að hægt er að taka langflesta áfanga skólans á þann hátt. Í fjarnámi er lögð áhersla á að sinna nemendum sem hafa ekki tök á að mæta reglulega í tíma en vilja ljúka stúdentsprófi. Allir áfangar eru settir upp á vefnum. Kennsluáætlanir fyrir næstu önn eru nú þegar aðgengilegar á vef skólans. Þá eru engin lokapróf en í stað þeirra er lokamat sem skiptist í námsmöppu og lokamatsviðtal. Upplýsingar um fjarnám í FAS er að finna hér.

 

 

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...