Fjölbreyttir og skemmtilegir möguleikar í námi

08.jún.2018

Álftatalningaferð í Lóni.

Álftatalningaferð í Lóni.

Á næsta starfsári verður boðið upp á nám í sérgreinum lyfjatæknibrautar í FAS í samstarfi við Fjölbrautaskólann við Ármúla (FÁ). Námið er byggt á samstarfssamningi FÁ og Fjarmenntaskólans. Skipulag námsins miðar við að hægt sé að stunda það samhliða vinnu. Gert er ráð fyrir að á hverri önn séu teknar 14 – 20 einingar í alls átta annir. Um 2/3 námsins er sett upp sem fjarnám en þriðjungur er í staðbundnum lotum í FÁ og í fjarnámi. Nánari upplýsingar er að finna hér.

Enn er hægt að sækja um fjallamennskunám en það er aðallega nám á vettvangi fyrir útivistarfólk og fagfólk í ferðaþjónustu. Opið er fyrir skráningar til 24. ágúst en best að skrá sig sem fyrst. Upplýsingar um nám í fjallamennsku er að finna hér.

FAS hefur undanfarin ár lagt sífellt meiri áherslu á að koma til móts við mismundandi þarfir nemenda sinna. Það er meðal annars gert með miklu framboði á fjarnámi og nú er svo komið að hægt er að taka langflesta áfanga skólans á þann hátt. Í fjarnámi er lögð áhersla á að sinna nemendum sem hafa ekki tök á að mæta reglulega í tíma en vilja ljúka stúdentsprófi. Allir áfangar eru settir upp á vefnum. Kennsluáætlanir fyrir næstu önn eru nú þegar aðgengilegar á vef skólans. Þá eru engin lokapróf en í stað þeirra er lokamat sem skiptist í námsmöppu og lokamatsviðtal. Upplýsingar um fjarnám í FAS er að finna hér.

 

 

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...