Fjölbreyttir og skemmtilegir möguleikar í námi

08.jún.2018

Álftatalningaferð í Lóni.

Álftatalningaferð í Lóni.

Á næsta starfsári verður boðið upp á nám í sérgreinum lyfjatæknibrautar í FAS í samstarfi við Fjölbrautaskólann við Ármúla (FÁ). Námið er byggt á samstarfssamningi FÁ og Fjarmenntaskólans. Skipulag námsins miðar við að hægt sé að stunda það samhliða vinnu. Gert er ráð fyrir að á hverri önn séu teknar 14 – 20 einingar í alls átta annir. Um 2/3 námsins er sett upp sem fjarnám en þriðjungur er í staðbundnum lotum í FÁ og í fjarnámi. Nánari upplýsingar er að finna hér.

Enn er hægt að sækja um fjallamennskunám en það er aðallega nám á vettvangi fyrir útivistarfólk og fagfólk í ferðaþjónustu. Opið er fyrir skráningar til 24. ágúst en best að skrá sig sem fyrst. Upplýsingar um nám í fjallamennsku er að finna hér.

FAS hefur undanfarin ár lagt sífellt meiri áherslu á að koma til móts við mismundandi þarfir nemenda sinna. Það er meðal annars gert með miklu framboði á fjarnámi og nú er svo komið að hægt er að taka langflesta áfanga skólans á þann hátt. Í fjarnámi er lögð áhersla á að sinna nemendum sem hafa ekki tök á að mæta reglulega í tíma en vilja ljúka stúdentsprófi. Allir áfangar eru settir upp á vefnum. Kennsluáætlanir fyrir næstu önn eru nú þegar aðgengilegar á vef skólans. Þá eru engin lokapróf en í stað þeirra er lokamat sem skiptist í námsmöppu og lokamatsviðtal. Upplýsingar um fjarnám í FAS er að finna hér.

 

 

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...