Útskrift frá FAS

26.maí.2018

Útskrift frá FAS 2018

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifuðust 14 stúdentar, einn nemandi lýkur framhaldsskólaprófi, einn nemandi lýkur námi í fjallamennsku, fjórir útskrifast af fisktæknibraut, einn nemandi útskrifast úr tækniteiknun og fimm nemendur af sjúkraliðabraut.
Nýstúdentar eru: Amalía Petra Duffield, Ágúst Máni Aðalsteinsson, Áróra Dröfn Ívarsdóttir, Hildur Ósk Hansdóttir Christensen, Ísabella Ævarsdóttir, Janus Gilbert Stephensson, Júlía Þorsteinsdóttir, Kristófer Laufar Hansson, Lukka Óðinsdóttir, Ólöf María Arnarsdóttir, Patrycja Rutkowska, Sigurbjörg Karen Hákonardóttir, Sólveig Ýr Jónsdóttir og Sunna Dögg Guðmundsdóttir.
Af fisktæknibraut útskrifast: Pálmi Snær Brynjúlfsson, Sigrún Stefanía Ingólfsdóttir, Sigurbjörg Einarsdóttir og Skúli Ingólfsson.
Auðbjörn Atli Ingvarsson útskrifast af framhaldsskólabraut. Birkir Atli Einarsson útskrifast úr fjallamennskunámi og Rannveig Einarsdóttir úr tækniteiknun.
Guðbjörg Guðlaugsdóttir, Heiða Vilborg Sigurbjörnsdóttir, Inga Jenný Reynisdóttir, Mahder Zewdu Kebede og Stefanía Hilmarsdóttir útskrifast af sjúkraliðabraut frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum.
Bestum árangri á stúdentsprófi að þessu sinni náði Ágúst Máni Aðalsteinsson.

Starfsfólk FAS óskar útskriftarnemendum öllum til hamingju með áfangann og óskar þeim gæfu og gengis í framtíðinni.

[modula id=“9757″]

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...