Útskrift frá FAS

26.maí.2018

Útskrift frá FAS 2018

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifuðust 14 stúdentar, einn nemandi lýkur framhaldsskólaprófi, einn nemandi lýkur námi í fjallamennsku, fjórir útskrifast af fisktæknibraut, einn nemandi útskrifast úr tækniteiknun og fimm nemendur af sjúkraliðabraut.
Nýstúdentar eru: Amalía Petra Duffield, Ágúst Máni Aðalsteinsson, Áróra Dröfn Ívarsdóttir, Hildur Ósk Hansdóttir Christensen, Ísabella Ævarsdóttir, Janus Gilbert Stephensson, Júlía Þorsteinsdóttir, Kristófer Laufar Hansson, Lukka Óðinsdóttir, Ólöf María Arnarsdóttir, Patrycja Rutkowska, Sigurbjörg Karen Hákonardóttir, Sólveig Ýr Jónsdóttir og Sunna Dögg Guðmundsdóttir.
Af fisktæknibraut útskrifast: Pálmi Snær Brynjúlfsson, Sigrún Stefanía Ingólfsdóttir, Sigurbjörg Einarsdóttir og Skúli Ingólfsson.
Auðbjörn Atli Ingvarsson útskrifast af framhaldsskólabraut. Birkir Atli Einarsson útskrifast úr fjallamennskunámi og Rannveig Einarsdóttir úr tækniteiknun.
Guðbjörg Guðlaugsdóttir, Heiða Vilborg Sigurbjörnsdóttir, Inga Jenný Reynisdóttir, Mahder Zewdu Kebede og Stefanía Hilmarsdóttir útskrifast af sjúkraliðabraut frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum.
Bestum árangri á stúdentsprófi að þessu sinni náði Ágúst Máni Aðalsteinsson.

Starfsfólk FAS óskar útskriftarnemendum öllum til hamingju með áfangann og óskar þeim gæfu og gengis í framtíðinni.

[modula id=“9757″]

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...