Stjanað við útskriftarnemendur

18.maí.2018

Morgunverður fyrir útskriftarnemendur.

Þegar fólk mætti til vinnu í morgun í Nýheimum tók á móti þeim matarilmur og angan af nýuppáhelltu kaffi. Ástæðan var sú að búið var að bjóða væntanlegum útskriftarefnum í FAS í morgunverð en það hefur verið gert undanfarin ár og mælst vel fyrir. Kennarar mættu því nokkru fyrr en venjulega og steiktu beikon og eggjahræru, skáru niður ávexti, helltu upp á kaffi og röðuðu svo herlegheitunum upp.

Allir tóku vel til matar síns og við sama tækifæri var lagið tekið. Það styttist nefnilega í útskrift og þá þurfa allir að kannast við skólasöng FAS og gamlan evrópskan stúdentasöng sem er sunginn upp á bæði latínu og íslensku.
Útskrift fer fram frá FAS laugardaginn 26. maí og hefst klukkan 14 og vonumst við til að sjá sem flesta þar.

[modula id=“9756″]

 

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...