Stjanað við útskriftarnemendur

18.maí.2018

Morgunverður fyrir útskriftarnemendur.

Þegar fólk mætti til vinnu í morgun í Nýheimum tók á móti þeim matarilmur og angan af nýuppáhelltu kaffi. Ástæðan var sú að búið var að bjóða væntanlegum útskriftarefnum í FAS í morgunverð en það hefur verið gert undanfarin ár og mælst vel fyrir. Kennarar mættu því nokkru fyrr en venjulega og steiktu beikon og eggjahræru, skáru niður ávexti, helltu upp á kaffi og röðuðu svo herlegheitunum upp.

Allir tóku vel til matar síns og við sama tækifæri var lagið tekið. Það styttist nefnilega í útskrift og þá þurfa allir að kannast við skólasöng FAS og gamlan evrópskan stúdentasöng sem er sunginn upp á bæði latínu og íslensku.
Útskrift fer fram frá FAS laugardaginn 26. maí og hefst klukkan 14 og vonumst við til að sjá sem flesta þar.

[modula id=“9756″]

 

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...