Mánudaginn 7. maí fór fram afhending viðurkenninga fyrir þátttöku í þýskuþraut sem fram fór í lok febrúar. Við sama tækifæri voru veittar viðurkenningar fyrir stuttmyndir á þýsku. Athöfnin fór að þessu sinni fram í Menntskólanum við Sund. Það er Félag þýskukennara í samvinnu við Þýska sendiráðið sem standa fyrir bæði þrautinni og stuttmyndakeppninni.
Arndís Ósk var eini nemandinn frá FAS sem tók þátt í þýskuþrautinni að þessu sinni en það má segja að það hafi verið fyrirhafnarinnar virði því hún varð efst í þrautinni sem er stórkostlegur árangur. Hún gerði sér ferð til að vera viðstödd afhendinguna á mánudag en þangað var þeim boðið sem lentu í 16 efstu sætunum í þýskuþrautinni og eins þeim sem unnu til verðlauna í stuttmyndakeppninni.
Það voru sendiherra Þýskalands Herbert Beck og Solveig Þórðardóttir formaður Félags þýskukennara sem afhentu viðurkenningarnar. Auk bókaverðlauna fá tvö efstu sætin í þýskuþrautinni mánaðardvöl í Þýskalandi. Þar dvelja nemendur í tvær vikur hjá fjölskyldum og sækja þýska skóla þar sem er fyrst og fremst verið að sinna talþjálfun. Að því loknu ferðast þátttakendur vítt og breitt um Þýskaland þar sem markmiðið er að ferðast, fræðast og njóta lífsins í góðum hópi.
Við óskum Arndísi Ósk innilega til hamingju og vonum að hún eigi góða daga framundan en hún fer utan seinni hluta júní.
Landvarðanám í FAS
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...