Í morgun stóð ungmennaráð fyrir upplýsingafundi á Nýtorgi vegna komandi sveitarstjórnakosninga sem fara fram 26. maí næstkomandi. Þann dag fara einnig fram svokallaðar skuggakosningar en þá mega ungmenni á aldrinum 13 – 17 ára kjósa sína fulltrúa í næstu sveitarstjórn þó svo að þau atkvæði telji ekki en þær kosningar eiga þó að endurspegla vilja ungmennanna. Skuggakosningar eru haldnar til að vekja áhuga á kosningum en kosningaþátttaka ungs fólks hefur heldur dalað undanfarin ár.
Á fundinum í dag mættu fulltrúar frá þeim þremur framboðum sem bjóða fram í komandi kosningum. Fyrst fengu fulltrúarnir tíma til að kynna sig og sitt framboð og þar á eftir svöruðu þeir spurningum úr sal. Áður en þeir svöruðu voru þeir beðnir um að taka léttar upphitunaræfingar. Hér er hægt að sjá stutt brot af æfingum frambjóðendanna. Krakkarnir höfðu greinilega undirbúið sig vel fyrir fundinn og höfðu fjöldann allan af spurningum fyrir frambjóðendurna.
Takk fyrir frábært framtak ungmennaráð – og vonandi munu allir nýta rétt sinn til að taka þátt í skuggakosningunum.
[modula id=“9755″]