Síðasta fimmtudag fóru fram forsetakosningar til nemendafélagsins á næsta skólaári. Tvö teymi buðu sig fram, tvær stelpur og tveir strákar. Á uppskeruhátíðinni á föstudag var síðan kunngert hverjir hlutu kosningu.
Það voru þeir Aðalsteinn og Bjarmi sem urðu hlutskarpari og verða því forsetar nemendafélagsins á næsta ári. Á myndinni má sjá fráfarandi forseta óska Aðalsteini til hamingju sem hér veifar til fylgismanna sinna. Bjarmi gat ekki verið viðstaddur á föstudag.
Við óskum þeim til hamingju og vonum að þeim farnist vel í störfum sínum sem forsetar.
Nóg að gera í lok annar
Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...