Föstudaginn 4.maí verður haldin uppskeruhátíð í FAS og verður hún haldin í Nýheimum. Það eru fyrst og fremst nemendur í list- og verkgreinum sem standa fyrir hátíðinni og ætla að sýna þar afrakstur vinnunnar í vetur. En það eru einnig verk frá nokkrum bóknámsáföngum.
Uppskeruhátíðin hefst klukkan eitt á morgun og standa kynningar á verkefnum yfir í skólastofum á efri hæð til klukkan fjögur. Á þeim tíma verður einnig tilkynnt hverjir verða forsetar nemendafélagsins næsta skólaár en kosningar fóru fram í skólanum í dag.
Við vonumst til að sjá sem flesta en fyrir þá sem ekki komast á morgun að þá verður sýningin í Nýheimum opin alla næstu viku.
Nóg að gera í lok annar
Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...