Forsetakosningar í FAS 3. maí

30.apr.2018

Forsetaframbjóðendur kynna áherslur sínar.

Forsetaframbjóðendur kynna áherslur sínar.

Í hádeginu í dag stóð Nemendafélag FAS fyrir framboðsfundi vegna forsetakosninga sem fara fram næsta fimmtudag.
Tvö teymi hafa boðið sig fram. Það eru annars vegar Ástrós Aníta og Nanna Guðný og hins vegar Aðalsteinn og Bjarmi Þeyr.
Frambjóðendur kynntu helstu stefnumál sín og sátu síðan fyrir svörum.
Meðal þess sem stelpurnar vilja beita sér fyrir er að bjóða upp á fjölbreytta viðburði, að leitað verði leiða til að minnka árekstra í stundatöflu og eins að finna fleiri leiðir til að afla fjár fyrir nemendafélagið. Strákarnir ætla að beita sér fyrir fleiri böllum og auka alls konar fræðslu. Þá vilja þeir meira samband við aðra skóla og stefna á að taka þátt í stærri viðburðum á meðal framhaldsskóla.
Kosningar verða fimmtudaginn 3. maí. Kjörfundur hefst klukkan 9 og lýkur klukkan 13. Úrslit kosninganna verða kynnt á uppskeruhátíð FAS á föstudag klukkan 13. Við hvetjum nemendur til að nýta atkvæðisrétt sinn.

 

 

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...