Forsetakosningar í FAS 3. maí

30.apr.2018

Forsetaframbjóðendur kynna áherslur sínar.

Forsetaframbjóðendur kynna áherslur sínar.

Í hádeginu í dag stóð Nemendafélag FAS fyrir framboðsfundi vegna forsetakosninga sem fara fram næsta fimmtudag.
Tvö teymi hafa boðið sig fram. Það eru annars vegar Ástrós Aníta og Nanna Guðný og hins vegar Aðalsteinn og Bjarmi Þeyr.
Frambjóðendur kynntu helstu stefnumál sín og sátu síðan fyrir svörum.
Meðal þess sem stelpurnar vilja beita sér fyrir er að bjóða upp á fjölbreytta viðburði, að leitað verði leiða til að minnka árekstra í stundatöflu og eins að finna fleiri leiðir til að afla fjár fyrir nemendafélagið. Strákarnir ætla að beita sér fyrir fleiri böllum og auka alls konar fræðslu. Þá vilja þeir meira samband við aðra skóla og stefna á að taka þátt í stærri viðburðum á meðal framhaldsskóla.
Kosningar verða fimmtudaginn 3. maí. Kjörfundur hefst klukkan 9 og lýkur klukkan 13. Úrslit kosninganna verða kynnt á uppskeruhátíð FAS á föstudag klukkan 13. Við hvetjum nemendur til að nýta atkvæðisrétt sinn.

 

 

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...