Forsetakosningar í FAS 3. maí

30.apr.2018

Forsetaframbjóðendur kynna áherslur sínar.

Forsetaframbjóðendur kynna áherslur sínar.

Í hádeginu í dag stóð Nemendafélag FAS fyrir framboðsfundi vegna forsetakosninga sem fara fram næsta fimmtudag.
Tvö teymi hafa boðið sig fram. Það eru annars vegar Ástrós Aníta og Nanna Guðný og hins vegar Aðalsteinn og Bjarmi Þeyr.
Frambjóðendur kynntu helstu stefnumál sín og sátu síðan fyrir svörum.
Meðal þess sem stelpurnar vilja beita sér fyrir er að bjóða upp á fjölbreytta viðburði, að leitað verði leiða til að minnka árekstra í stundatöflu og eins að finna fleiri leiðir til að afla fjár fyrir nemendafélagið. Strákarnir ætla að beita sér fyrir fleiri böllum og auka alls konar fræðslu. Þá vilja þeir meira samband við aðra skóla og stefna á að taka þátt í stærri viðburðum á meðal framhaldsskóla.
Kosningar verða fimmtudaginn 3. maí. Kjörfundur hefst klukkan 9 og lýkur klukkan 13. Úrslit kosninganna verða kynnt á uppskeruhátíð FAS á föstudag klukkan 13. Við hvetjum nemendur til að nýta atkvæðisrétt sinn.

 

 

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...