Góðar gjafir frá Kiwanisklúbbnum Ós

30.apr.2018

Kiwanis færir FAS gjafir.

Síðastliðinn föstudag afhentu félagar í Kiwanisklúbbnum Ós Nemendafélagi FAS gjafir til tómstundaiðkunar og gleði. Tilefni gjafanna er að bæði Kiwanisklúbburinn og FAS og þar með talið nemendafélagið fögnuðu 30 ára afmæli árið 2017. Því fannst klúbbfélögum við hæfi að styrkja „jafnaldra“ sína en um leið að skapa aðstöðu til tómstunda.
Gjafirnar sem um ræðir eru fótboltaspil og skákborð og hefur hvoru tveggja verið fundinn staður á efri hæðinni í aðstöðu nemenda.
Það voru skólameistari og forsetar nemendafélagsins sem veittu gjöfunum viðtöku frá kiwansifélögum.
Við þökkum fyrir góðar gjafir og erum viss um að þær verða vel nýttar.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...