Góðar gjafir frá Kiwanisklúbbnum Ós

30.apr.2018

Kiwanis færir FAS gjafir.

Síðastliðinn föstudag afhentu félagar í Kiwanisklúbbnum Ós Nemendafélagi FAS gjafir til tómstundaiðkunar og gleði. Tilefni gjafanna er að bæði Kiwanisklúbburinn og FAS og þar með talið nemendafélagið fögnuðu 30 ára afmæli árið 2017. Því fannst klúbbfélögum við hæfi að styrkja „jafnaldra“ sína en um leið að skapa aðstöðu til tómstunda.
Gjafirnar sem um ræðir eru fótboltaspil og skákborð og hefur hvoru tveggja verið fundinn staður á efri hæðinni í aðstöðu nemenda.
Það voru skólameistari og forsetar nemendafélagsins sem veittu gjöfunum viðtöku frá kiwansifélögum.
Við þökkum fyrir góðar gjafir og erum viss um að þær verða vel nýttar.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...