Umhverfisdagur Nýheima og ráðhússins

25.apr.2018

Það verður sífellt mikilvægara að gera fólk meðvitað um umhverfi sitt og nauðsyn þess að umgangast það með velvild og virðingu. Þessi vika er helguð umhverfismálum í sveitarfélaginu okkar og ætlunin að bæði fegra og fræðast.
Í Nýheimum er starfandi umhverfisnefnd og koma nefndarmenn bæði úr röðum starfsfólks og nemenda.
Í síðasta tíma fyrir hádegi í dag var uppbrot eins og við kjósum að kalla það en þá fellur niður kennsla og nemendur fást við önnur verkefni. Umhverfisnefnd Nýheima skipulagði sameiginlegan fræðslufund fyrir íbúa í Nýheimum og ráðhúsi og var spjótunum sérstaklega beint að plasti og áhrifum þess á bæði umhverfi og lífríki. Fyrst voru sýnd stutt myndbönd og í framhaldinu var fundargestum skipt í fjögurra manna hópa þar sem átti að svara spurningum tengdum myndböndunum eða umhverfismálum sveitarfélagsins. Það var til mikils að vinna því efstu þrjú sætin hlutu verðlaun og svo var aukaspurning og fyrir rétt svar á henni fá þátttakendur ísveislu í Árbæ. Fyrir þriðja sætið gefur Pakkhúsið vinning, fyrir annað sætið býður fyrirtækið „Iceguide“ upp á kajaksiglingu. Fyrirtækið „Glacier adventure“ gefur sigurvegurunum jöklagöngu.
Það er skemmst frá því að segja allir lögðu sig fram og gerðu sitt besta. Þegar kom að því að skoða svörin við aukaspurningunni voru nokkur lið með rétt svar þannig að það þurfti að draga um vinningsliðið. Það var liðið „Haukur og hálfvitarnir“ sem að höfðu heppnina með sér. Í þriðja sæti í aðalkeppninni vann liðið „Pokarotturnar“ sem fær að fara í Pakkhúsið að borða. Tvö lið urðu jöfn í fyrsta sæti og þar þurfti því líka að draga um vinningshafa. Liðið „Endurnar“ hafnaði í öðru sæti og fær að launum kajaksiglingu og liðið „Haukur og hálfvitarnir“ sem stóðu uppi sem sigurvegarar og fá að fara í jöklagöngu.
Við erum ánægð með hvernig til tókst og vonandi verða sem flestir virkir í umhverfismálum.

[modula id=“9754″]

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...