Fréttir af fjallamennskunemum

24.apr.2018

Á skíðum skemmti ég mér.

Nemendur í fjallamennskunámi FAS eru þessa vikuna í fimm daga vorferð. Þessi ferð er önnur af tveimur uppgjörsferðum vetrarins þar sem nemendur fá tækifæri til að nota flest það sem þeir hafa lært á námskeiðum vetrarins og nauðsynlegt er að kunna skil á í útivistar- og fjallaferðum.
Það er spennandi vika framundan hjá krökkunum en munu þau meðal annars þvera Kvíárjökul. Þá er fyrirhugað að ganga Sandfellsleið á Hvannadalshnjúk ef veður leyfir. Krakkarnir hafa bækistöð í tjöldum inni í Kjós og ganga þaðan um nærliggjandi svæði.
Lokaferð vetrarins verður farin í maí og þar koma nemendur til með að spreyta sig á leiðsögumannahlutverkinu ásamt annarri færni sem þeir hafa verið að tileinka sé í náminu.

Í lokin er vert að geta þess að innskráning er nú hafin fyrir komandi skólaár og hvetjum við alla sem hafa áhuga á fjallaferðum og útivist að kynna sér hvaða nám FAS býður upp á í fjallamennsku.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...