Fréttir af fjallamennskunemum

24.apr.2018

Á skíðum skemmti ég mér.

Nemendur í fjallamennskunámi FAS eru þessa vikuna í fimm daga vorferð. Þessi ferð er önnur af tveimur uppgjörsferðum vetrarins þar sem nemendur fá tækifæri til að nota flest það sem þeir hafa lært á námskeiðum vetrarins og nauðsynlegt er að kunna skil á í útivistar- og fjallaferðum.
Það er spennandi vika framundan hjá krökkunum en munu þau meðal annars þvera Kvíárjökul. Þá er fyrirhugað að ganga Sandfellsleið á Hvannadalshnjúk ef veður leyfir. Krakkarnir hafa bækistöð í tjöldum inni í Kjós og ganga þaðan um nærliggjandi svæði.
Lokaferð vetrarins verður farin í maí og þar koma nemendur til með að spreyta sig á leiðsögumannahlutverkinu ásamt annarri færni sem þeir hafa verið að tileinka sé í náminu.

Í lokin er vert að geta þess að innskráning er nú hafin fyrir komandi skólaár og hvetjum við alla sem hafa áhuga á fjallaferðum og útivist að kynna sér hvaða nám FAS býður upp á í fjallamennsku.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...