Fréttir af fjallamennskunemum

24.apr.2018

Á skíðum skemmti ég mér.

Nemendur í fjallamennskunámi FAS eru þessa vikuna í fimm daga vorferð. Þessi ferð er önnur af tveimur uppgjörsferðum vetrarins þar sem nemendur fá tækifæri til að nota flest það sem þeir hafa lært á námskeiðum vetrarins og nauðsynlegt er að kunna skil á í útivistar- og fjallaferðum.
Það er spennandi vika framundan hjá krökkunum en munu þau meðal annars þvera Kvíárjökul. Þá er fyrirhugað að ganga Sandfellsleið á Hvannadalshnjúk ef veður leyfir. Krakkarnir hafa bækistöð í tjöldum inni í Kjós og ganga þaðan um nærliggjandi svæði.
Lokaferð vetrarins verður farin í maí og þar koma nemendur til með að spreyta sig á leiðsögumannahlutverkinu ásamt annarri færni sem þeir hafa verið að tileinka sé í náminu.

Í lokin er vert að geta þess að innskráning er nú hafin fyrir komandi skólaár og hvetjum við alla sem hafa áhuga á fjallaferðum og útivist að kynna sér hvaða nám FAS býður upp á í fjallamennsku.

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...