Búið er að opna fyrir almennar umsóknir um nám í FAS næsta haust. Námið í fjallamennsku er skipulagt sem tveggja anna sérhæfing sem getur staðið ein og sér eða verið hluti náms til stúdentsprófs. Námið er 60 einingar og þar af eru 37 einingar skipulagðar ferðir og 10 til viðbótar í ferðir á eigin vegum. Annað nám í fjallamennsku í FAS, 13 einingar, er skipulagt sem fjarnám.
Námið er ætlað þeim sem hafa áhuga á fjallamennsku og einnig þeim sem hafa hug á að gera hana að atvinnu. Nánari upplýsingar um skipulag námsins er á vefsíðu skólans.
Landvarðanám í FAS
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...