Það var margt um manninn á Nýtorgi í morgunkaffinu en þar buðu nemendur upp á ljúffengar kræsingar. Sameiginlegir kaffitímar allra íbúa í Nýheimum hafa heldur betur slegið í gegn í vetur og eru örugglega komnir til að vera. Það eru allir sammála um að þetta sé góð leið til að kynnast þeim sem hér daglega starfa og um leið að næra líkama og sál.
Það vill svo til að Guðrún Ása nemandi í FAS á átján ára afmæli í dag og var henni færð kaka og að sjálfsögðu var sungið fyrir hana. Til hamingju með afmælið Guðrún Ása.
[modula id=“9753″]