Kræsingar og kruðerí

17.apr.2018

Það er nú ekki leiðinlegt að lenda í svona kaffiboði.

Það var margt um manninn á Nýtorgi í morgunkaffinu en þar buðu nemendur upp á ljúffengar kræsingar. Sameiginlegir kaffitímar allra íbúa í Nýheimum hafa heldur betur slegið í gegn í vetur og eru örugglega komnir til að vera. Það eru allir sammála um að þetta sé góð leið til að kynnast þeim sem hér daglega starfa og um leið að næra líkama og sál.
Það vill svo til að Guðrún Ása nemandi í FAS á átján ára afmæli í dag og var henni færð kaka og að sjálfsögðu var sungið fyrir hana. Til hamingju með afmælið Guðrún Ása.

[modula id=“9753″]

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...