Sigurlið Sindra

17.apr.2018

Körfuboltalið Sindra. Mynd frá Þorvarði Árnasyni.

Það eru margir í FAS sem hafa fylgst með leikjum hjá meistarfaflokki Sindra í körfubolta í vetur. Ástæðan er einföld. Margir í liðinu eru nemendur í FAS núna eða hafa verið í FAS. Liðinu hefur gengið ljómandi vel og hefur unnið hvern leikinn á fætur öðrum.
Síðasta laugardag spilaði liðið sinn mikilvægasta leik til þessa en það var hreinn úrslitaleikur um það hvort liðið kæmist upp í 1. deild en þá lék liðið við KV. Leikurinn var æsispennandi þar sem Sindri hafði þó yfirhöndina allan tímann en gestirnir gerðu hvað þeir gátu til að ná yfirhöndinni. Þegar flautað var til leiksloka var staðan 82:77 Sindra í vil.
Körfuknattleikslið Sindra mun því spila í 1. deild á komandi hausti og við hér í FAS munum örugglega halda áfram að fylgjast með ykkur. Vel gert strákar – til hamingju.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...