Sigurlið Sindra

17.apr.2018

Körfuboltalið Sindra. Mynd frá Þorvarði Árnasyni.

Það eru margir í FAS sem hafa fylgst með leikjum hjá meistarfaflokki Sindra í körfubolta í vetur. Ástæðan er einföld. Margir í liðinu eru nemendur í FAS núna eða hafa verið í FAS. Liðinu hefur gengið ljómandi vel og hefur unnið hvern leikinn á fætur öðrum.
Síðasta laugardag spilaði liðið sinn mikilvægasta leik til þessa en það var hreinn úrslitaleikur um það hvort liðið kæmist upp í 1. deild en þá lék liðið við KV. Leikurinn var æsispennandi þar sem Sindri hafði þó yfirhöndina allan tímann en gestirnir gerðu hvað þeir gátu til að ná yfirhöndinni. Þegar flautað var til leiksloka var staðan 82:77 Sindra í vil.
Körfuknattleikslið Sindra mun því spila í 1. deild á komandi hausti og við hér í FAS munum örugglega halda áfram að fylgjast með ykkur. Vel gert strákar – til hamingju.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...