Takk fyrir frábærar móttökur

13.apr.2018

Frá uppsetningu á Ronju ræningjadóttur.

Fyrir hönd Lista- og menningarsviðs FAS vil ég þakka Hornfirðingum og öðrum gestum fyrir frábærar móttökur á leiksýningunni Ronju ræningjadóttur sem sýnd var í leikhúsi Nýheima í mars. Uppselt var á allar sýningar og sýnir það áhuga heimamanna á starfi nemenda á listabrautum FAS. Þetta gefur góð fyrirheit um að FAS sé á réttri leið með að bjóða nemendum sínum upp á nám í listgreinum. Aðsókn í námið á skólaárinu 2017 – 2018 fór fram úr björtustu vonum.
Á næsta skólaári verður boðið upp á nám í hinum ýmsu listgreinum og er von skólans og áhersla að styðja nemendur og aðstoða hvern einstakling í að finna þá leið sem hentar hverjum og einum í gegnum námið. Listnám hefur margsannað gildi sitt auk þess sem það er bæði nærandi fyrir sálina og styrkjandi.

Fjórða iðnbyltingin svokallaða er hafin. Þar sem gervigreind vélmenna er að taka við færibandavinnu gamla tímans. Í fjórðu iðnbyltingunni er hugur manneskjunnar, frumkvæði og skapandi hugsun dýrmæti framtíðarinnar. FAS er skóli sem býður nemendum sínum nám á Lista- og menningarsviði sem leiðbeinir nemendum að takast á við sjálfstæð vinnubrögð og skapandi hugsun.
Takk kæru Hornfirðingar fyrir skólaárið sem er að líða.

Stefán Sturla
umsjónarmaður og kennari Lista- og menningarsviðs FAS

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...