Skuggakosningar í FAS

12.apr.2018

Síðustu vikur og mánuði hefur verið nokkuð fjallað um hvort lækka eigi kosningaaldur niður í 16 ár. Lögð var fram tillaga á Alþingi þar að lútandi en hún náði ekki fram að ganga. Í komandi sveitastjórnarkosningum í maí verða það því 18 ára og eldri sem fá að kjósa.
Landssamband ungmennafélaga og Samband íslenskra framhaldsskólanema standa fyrir lýðræðisátakinu #ÉgKýs. Í því felst að efla lýðræðisvitund og hvetja ungt fólk til að kjósa eftir upplýstri ákvörðun. Liður í því er að kanna hug ungmenna til þess að kosningaaldurinn verði færður niður í 16 ár.
Í dag þann 12. apríl fara fram skuggakosningar í mörgum framhaldsskólum á landinu þar sem kosið er um lækkun á kosningaldri. Slíkt hið sama gerum við hér í FAS. Kosið er í stofu 205 og verður kjörstaður opinn til klukkan 16:00 í dag. Það eru nemendur sem eru  fæddir á árunum 1996-2001 sem hafa kosningarétt. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til þess að koma við á kjörstað og kjósa. Það verður heitt á könnunni fyrir þá sem vilja þiggja kaffisopa.

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...