Skuggakosningar í FAS

12.apr.2018

Síðustu vikur og mánuði hefur verið nokkuð fjallað um hvort lækka eigi kosningaaldur niður í 16 ár. Lögð var fram tillaga á Alþingi þar að lútandi en hún náði ekki fram að ganga. Í komandi sveitastjórnarkosningum í maí verða það því 18 ára og eldri sem fá að kjósa.
Landssamband ungmennafélaga og Samband íslenskra framhaldsskólanema standa fyrir lýðræðisátakinu #ÉgKýs. Í því felst að efla lýðræðisvitund og hvetja ungt fólk til að kjósa eftir upplýstri ákvörðun. Liður í því er að kanna hug ungmenna til þess að kosningaaldurinn verði færður niður í 16 ár.
Í dag þann 12. apríl fara fram skuggakosningar í mörgum framhaldsskólum á landinu þar sem kosið er um lækkun á kosningaldri. Slíkt hið sama gerum við hér í FAS. Kosið er í stofu 205 og verður kjörstaður opinn til klukkan 16:00 í dag. Það eru nemendur sem eru  fæddir á árunum 1996-2001 sem hafa kosningarétt. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til þess að koma við á kjörstað og kjósa. Það verður heitt á könnunni fyrir þá sem vilja þiggja kaffisopa.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...