Skuggakosningar í FAS

12.apr.2018

Síðustu vikur og mánuði hefur verið nokkuð fjallað um hvort lækka eigi kosningaaldur niður í 16 ár. Lögð var fram tillaga á Alþingi þar að lútandi en hún náði ekki fram að ganga. Í komandi sveitastjórnarkosningum í maí verða það því 18 ára og eldri sem fá að kjósa.
Landssamband ungmennafélaga og Samband íslenskra framhaldsskólanema standa fyrir lýðræðisátakinu #ÉgKýs. Í því felst að efla lýðræðisvitund og hvetja ungt fólk til að kjósa eftir upplýstri ákvörðun. Liður í því er að kanna hug ungmenna til þess að kosningaaldurinn verði færður niður í 16 ár.
Í dag þann 12. apríl fara fram skuggakosningar í mörgum framhaldsskólum á landinu þar sem kosið er um lækkun á kosningaldri. Slíkt hið sama gerum við hér í FAS. Kosið er í stofu 205 og verður kjörstaður opinn til klukkan 16:00 í dag. Það eru nemendur sem eru  fæddir á árunum 1996-2001 sem hafa kosningarétt. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til þess að koma við á kjörstað og kjósa. Það verður heitt á könnunni fyrir þá sem vilja þiggja kaffisopa.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...