Fjallamennskunám – raunfærnimat

12.apr.2018

Fjallamennskunám í FAS

Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi býður upp á raunfærnimat í fjallamennsku í samvinnu við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu, upplýsingar um fjallamennskunámið má sjá á fas.is
Raunfærnimat gefur einstaklingum með þriggja ára starfsreynslu tækifæri á að fá reynslu og þekkingu metna til eininga. Matið er fyrir 23 ára og eldri. Matsferlið er einfalt og þátttakendum að kostnaðarlausu.
Matið tekur u.þ.b. 8 klukkustundir og fer fram núna á vorönn 2018 í Nýheimum, Höfn. Verkefnisstjórar eru starfsmenn fræðslunetsins, Sólveig R. Kristinsdóttir og Sædís Ösp Valdemarsdóttir.
Nánari upplýsingar og skráning hjá Fræðslunetinu í síma 560 2030 og hjá Sædísi í síma 842 4655
Kynntu þér málið!

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...