Fjallamennskunám – raunfærnimat

12.apr.2018

Fjallamennskunám í FAS

Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi býður upp á raunfærnimat í fjallamennsku í samvinnu við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu, upplýsingar um fjallamennskunámið má sjá á fas.is
Raunfærnimat gefur einstaklingum með þriggja ára starfsreynslu tækifæri á að fá reynslu og þekkingu metna til eininga. Matið er fyrir 23 ára og eldri. Matsferlið er einfalt og þátttakendum að kostnaðarlausu.
Matið tekur u.þ.b. 8 klukkustundir og fer fram núna á vorönn 2018 í Nýheimum, Höfn. Verkefnisstjórar eru starfsmenn fræðslunetsins, Sólveig R. Kristinsdóttir og Sædís Ösp Valdemarsdóttir.
Nánari upplýsingar og skráning hjá Fræðslunetinu í síma 560 2030 og hjá Sædísi í síma 842 4655
Kynntu þér málið!

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...