Félag þýskukennara hefur um langt árabil staðið fyrir svonefndri þýskuþraut og er það gert með stuðningi frá Þýska sendiráðinu. Tilgangurinn með þrautinni er að kynna tungumálið og möguleika á námi í Þýskalandi. Þetta er nokkurs konar próf þar sem verið er að prófa færni í tungumálanámi. Fyrst er lögð fyrir hlustun og þurfa nemendur að svara spuningum henni tengdri. Þá er nokkuð stórt lesskilningsverkefni sem þarf að vinna. Það þarf að leysa ýmis verkefni tengd málnotkun, það eru nokkrar staðreyndaspurningar og í lokin er ritunarverkefni.
Það er alls engin skylda fyrir þýskunemendur að taka þátt í þessu verkefni en þeim sem hafa áhuga stendur það til boða. Það eru alltaf nokkrir tugir nemenda víðs vegar um landið sem ákveða að vera með.
Að þessu sinni var bara einn nemandi í FAS sem ákvað að taka þátt og það er Arndís Ósk Magnúsdóttir sem er að taka síðasta áfangann í kjarna í þýsku. Það má segja að það hafi verið góð ákvörðun því Arndís gerði sér lítið fyrir og vann þrautina sem er náttúrulega frábær árangur.
Sendiráðið veitir bókaverðlaun fyrir tuttugu efstu sætin hverju sinni. En tvö efstu sætin vinna að auki mánaðardvöl í Þýskalandi. Fyrsta hálfa mánuðinn búa nemendur hjá þýskum fjölskyldum og sækja skóla þar sem er fyrst og fremst verið að fá nemendur til að æfa sig í að tala. Seinni tvær vikunar er svo ferðast vítt og breytt um Þýskaland og fá nemendur að taka þátt í alls kyns viðburðum s.s. að fara á íþróttaleiki, leikhús, sýningar og svo mætti lengi telja. Arndís mun fara utan seinni hluta júnímánaðar.
Frábært hjá þér Arndís – til hamingju.
Landvarðanám í FAS
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...