Fjölmennt á súpufundi í FAS

10.apr.2018

Frá súpufundi í FAS.

Í hádeginu dag var boðið upp á nýbreytni í FAS en þá var nemendum, foreldrum og starfsfólki boðið upp á súpu á Nýtorgi. Þetta er liður í því að tengja betur saman heimili og skóla en um leið að gera nemendur að aðalatriðinu. Raðað var á borð á ákveðinn hátt en á hverju borði voru nemendur, fulltrúi foreldra og svo fulltrúi starfsmanna. Umræðuefnið í dag var vinna nemenda með námi en undanfarið hefur verið nokkuð um það rætt að íslensk ungmenni vinni mikið með námi sínu, bæði á framhaldsskólastigi og háskólastigi.
Eftir spjall í dágóða stund skilaði síðan hver hópur stuttlega af sér munnlega. Það var margt forvitnilegt sem kom fram: margir nemendur eru í vinnu með skóla en þó mismikið og eins eru ástæðurnar mjög mismunandi. Einhverjir þurfa að sjá um sig sjálfir og verða að vinna á meðan aðrir stunda einungis vinnu um helgar eða í skólafríum. Það eru samt mjög margir sem vinna regulega með náminu. Til að þetta tvennt fari saman er mikilvægt að skipuleggja sig vel og gera ráð fyrir tíma fyrir heimanám en þó um leið að gera ráð fyrir að eiga tíma fyrir sig sjálfan til að stunda félagslíf eða hitta vinina og rækta sjálfan sig.
Í lok fundar voru foreldrar sérstaklega spurðir um árangur af fundi sem þessum og voru allir sammála að þetta væri bæði gaman og gagnlegt. Því má búast við að á hverri önn verði blásið til súpufundar til að eiga stund saman og ræða það sem skiptir máli hverju sinni.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...