Einn hópanna í síðustu viku hafði það að markmiði sínu að búa til skólablað fyrir FAS. Þó það hafi ekki margir verið í hópnum var vinnan engu að síður árangursrík. Í dag var svo lokahnykkurinn settur á verkið með útgáfu blaðsins. Núna er útgáfan á netformi og þeir sem vilja lesa blaðið geta nálgast það hér
Ætlunin er að gefa blaðið út á prentformi og mun það gerast á næstu dögum.
Endilega lesið blaðið, það er margt áhugavert og sniðugt að sjá þar.
Nóg að gera í lok annar
Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...